Tryggingafyrirtækið NOVIS segir að yfirvöld hafi birt skaðlegar upplýsingar um sig er varða félagið. Í tilefni af fréttaflutningi um félagið vill NOVIS árétta að fyrirtækið sæti engum bönnum eða takmörkunum í starfsemi sinni og sé í traustri stöðu gagnvart viðskiptavinum. Í fréttum af fyrirtækinu hefur verið leitt getum að því að fyrirtækið geti ekki staðið við skuldbindingar við viðskiptavini sína.
Tilkynning NOVIS er eftirfarandi:
„NOVIS sætir ekki neinum bönnum eða takmörkunum í starfsemi sinni. Í tilefni af fréttum í fjölmiðlum telur NOVIS nauðsynlegt að taka fram á skilmerkilegan og skýran máta þá staðreynd að félagið er í þeirri traustu stöðu gagnvart viðskiptavinum sínum að geta greitt þeim allt endurkaupsvirði allra gerðra vátryggingasamninga, jafnvel þótt að allir viðskiptavinir félagsins myndu óska innlausnar á vátryggingum sínum á einum og sama degi.
Þótt að þessa sé krafist í líftryggingarekstri og almennt gefin skýrsla um ársfjórðungslega eða árlega, þá er það enn gagnsærri staða hjá NOVIS sem núna þarf að sanna og sýna mánaðarlega að sé uppfyllt.
Til að bregðast við faglega og til að vernda viðskiptavini félagsins þegar COVID faraldurinn braust út, dró NOVIS úr fjárfestingum inn í tryggingarsjóði sína til að takmarka fjárfestingaráhættu sem búist var við á fjármálamörkum í kjölfarið svipað og gerðist í fjármálakreppunni 2008. NOVIS ákvað fremur að hækka hlutfall inneigna á bankareikningum. Þeim bankainnistæðum var síðan dreift á innlánsreikninga nokkurra stórra Evrópskra banka.
Reyndin varð sú að hið viðbúna áframhaldandi fall fjármálamarkaða gerðist ekki heldur komu hlutabréfamarkaðir til baka vegna fjármálalegra aðgerða stjórnvalda um alla Evrópu. Engu að síður þá nutu viðskiptavinir NOVIS þessara hækkana á fjármálamörkuðum þar sem NOVIS lagði fé til tryggingarsjóða sinna þannig að þeir yrðu alveg jafn settir eins og fjármálamarkaðir þróuðust, miðað við samþykktir tryggingarsjóða félagsins. NOVIS var þetta kleift með því að nota eigin sjóði sína en þeir voru ekki tilgreindir í skýrslugerð til Seðlabanka Slóvakíu (NBS). Það var ástæða þess að NBS vildi kanna til fulls, í kjölfar fyrstu bylgju COVID, hvort NOVIS hefði réttar eignir til að mæta fullu endurkaupsvirði allra samninga félagsins Af þessum sökum gaf NBS út skilyrðsbunda tilskipun að NOVIS skyldi tímabundið skila mánaðarlegri ítarlegri skýrslu til að fylgjast með því.
NOVIS hefur skilað hinum umbeðnu skýrslum á réttum tímum og mun gera áfram þar til NBS telur þess ekki lengur þörf. Á sama tíma er NOVIS í alveg eðlilegum rekstri og mun gera nýja vátryggingarsamninga eins og venjulega.
Það er miður að íslensk stjórnvöld ákveði að birta á heimasíðu sinni og tiltaka til fjölmiðla skaðlegar upplýsingar sem fjalla um sölubann á vátryggingarsamninga, sem eru verulega rangar og skaðar viðskiptalega hagsmuni félagsins og býr til ósanna ímynd af því.
Jafnvel þótt aðeins sé lögbundið að gera eina árlega endurskoðun á félagi, þá hefur NOVIS farið gegn um tvær á þessu ári. Hina lögbundnu og svo sérstaka gjaldþolsendurskoðun. Báðar staðfestu þær góða stöðu NOVIS og næga sjóði til að mæta sveiflum markaðar. Báðar þessar endurskoðanir voru framkvæmdar af endurskoðunarfyrirtækjum sem tilheyra sex stærstu endurskoðendafyrirtækjum heims. Endurskoðun staðfesti 6.300.000 EUR hagnað félagsins á árinu 2019. NOVIS er fjárhagslega traust félag sem getur uppfyllt samningsskyldur sínar gagnvart öllum sínum vátryggingartökum hvenær sem er.
Ekki hefur verið haft samband við NOVIS af íslenskum yfirvöldum vegna þessa máls en félagið er að fullu tilbúið til að útskýra og ræða hugsanlegan misskilning í sambandi við ofangreint auk þess að senda hvaða gögn og upplýsingar sem er til íslenskra yfirvalda í skyni aukins gagnsæis.“