fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Níddist á unnustu sinni í þrjá daga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. október 2020 16:27

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir Landsrétti fyrir hrottalegt ofbeldi gegn unnustu sinni. Ofbeldið stóð yfir í þrjá daga, frá 5. til 7. október árið 2019. Samkvæmt lýsingu í dómi héraðsdóms, sem maðurinn áfrýjaði til Landsréttar, nauðgaði hann konunni, barði hana með hnefa í andlit, höfuð og líkama, risti skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkaði í hana, tók hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, reif í hár hennar, reyndi að bíta hana og klippti hluta af hári hennar. Hann hótaði henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti og ógnaði henni með sprautunálum.

Ofbeldið átti sér stað á dvalarstað parsins í Reykjavík og sumpart á nærliggjandi stöðum þar sem stúlkan leitaði skjóls fyrir ofbeldinu. Vegfarendur sem sáu manninn trylltan með exi á lofti tilkynntu það atvik til lögreglu og það leiddi til þess að maðurinn var handtekinn.

Meðal rannsóknargagna fyrir héraðsdómi voru hljóðupptaka af símtali konunnar í Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu mánudagsmorguninn 7. október. Á upptökunni heyrðist hún hringja eftir aðstoð og vera í miklu uppnámi. Sagði hún frá því að maðurinn hefði verið að misþyrma sér en hann hefði skroppið frá til að kaupa mat. Hún sagði síðan orðrétt: „Hann kemur til baka eftir smá, þið verðið að koma núna, annars drepur hann mig.“

Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og vænti sýknu. Landsréttur staðfesti hins vegar dóm héraðsdóms og er maðurinn dæmdur í 5 ára fangelsi og til greiðslu skaðabóta til konunnar að fjárhæð 3 milljónir króna.

Sjá dóm Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Í gær

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband