fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Rúmlega 90% af verði vodkaflösku rennur til ríkisins- „Löngu komið út fyrir öll skynsemismörk“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af verði einnar vodkaflösku í ÁTVR renna 92,3 prósent til íslenska ríkisins. Eftir fyrirhugaða hækkun á áfengisgjaldi sem kynnt var með fjárlögum í gær hækkar þessi hluti ríkisins í verði vodka í 94,1 prósent.

Þetta kemur fram á vefsíðu Félags atvinnurekenda.

„Þessi skattlagning er löngu komin út fyrir öll skynsemismörk og full ástæða til að vekja athygli á þessum ótrúlegu tölum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. „Áfengisgjaldið bitnar harðast á þeim sem hafa minnst á milli handanna þar sem það leggst af meiri þunga á ódýrari áfenga drykki en þá dýrari. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða þetta kerfi.“

Félag atvinnurekenda sýnir fram á gífurlega hlutdeild ríkisins í verði áfengra drykkja með fjórum dæmum.

Þriggja lítra kassi af léttvíni 

Í dag er hlutdeild ríkisins í verði léttvínskassa 81,6 prósent en verður 83,1 prósent eftir hækkunina.

750 ML flaska af léttvíni

Ríkið tekur til sín í dag 65,1 prósent af verði meðal léttvínsflöskunnar og tekur 83,1 prósent eftir hækkunina.

Vodkaflaska 

Hlutdeild ríkisins í vodkaflöskunni er í dag 92,3 prósent en verður 94,1 prósent eftir hækkunina

Stór bjórdós

Ríkið tekur í dag 76,6 prósent af verði bjórdósar en mun taka 77,8 prósent á næsta ári ef hækkun áfengisgjalda nær fram að ganga.

Ofangreind dæmi taka ekki mið af þeim möguleika að verða á þessum flokkum áfengis hækki eftir skattahækkunina. Þó verði að telja það líklegt að framleiðendur og innflytjendur sjái sér ekki annað fært en að hækka verðin samhliða hækkun áfengisgjaldsins.

„Enda þarf þeirra hlutur í útsöluverðinu að standa undir innkaupsverði, flutningi, vöruhúsakostnaði, launum starfsfólks og fleiri kostnaðarliðum. Hækkun á heildsöluverðinu hefur svo aftur áhrif til hækkunar á álagningu ÁTVR og virðisaukaskatti,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda.

Mynd/Félag atvinnurekenda

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu