fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Þú nennir svo gjörsamlega ekki að vera fullorðin/n stundum

Fókus
Laugardaginn 3. október 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 02.10. – 08.10

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú þráir breytingu og það helst í dag! Þú átt það til að vera hvatvís. Þegar svona orka kemur til þín getur allt gerst. Það verður gaman að vita hvaða flippi þú tekur upp á. Hvort sem það er að selja sófann, klippa af þér hárið eða kaupa eitthvað sem þig vantar ekki. Við bíðum spennt.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú færð loks svar við spurningu sem hefur valdið þér svefnleysi. Þetta verður sannkallað „aha“- augnablik sem kemur með fulla tunglinu 1. október. Stundum þurfa ákveðin atriði að raðast upp til þess að svör verði augljós. Þetta skýrist síðar í vikunni.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Oft á tíðum vakna tilfinningar með fulla tunglinu. Líkt og hafið, flóð og fjara, við erum 70% vatn og tunglið hefur viðeigandi áhrif á skapsveiflur okkar. Gefðu þér stund til þess að greina hvað liggur á bak við þessar tilfinningar og hvað þú getur gert í þeim.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Orkan er þér hliðholl þessa vikuna. Margt sem hefur setið á hakanum kemst loksins í verk. Ef þú ert að selja bíl eða húsnæði þá nýtist þessi orka þar. Sannkölluð framkvæmdagleði drífur þig áfram inn í október.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú nýtur þín verulega í haustdýrðinni: Tekur myndir af haustlitunum, kveikir á kertum, ullarsokkar á kvöldin með Noruh Jones í bakgrunni, bakstur og kósíheit. Þú hefur rétta viðhorfið, tekur breytingum og áskorunum fagnandi.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Ástríðufull orka streymir til þín. Fólk gjörsamlega dregst að þér eins og segull. Sjarminn í hámarki og sjálfsástin blómstrar. Það er svo svakalega sjarmerandi. Ekki kippa þér upp við óvænt boð á stefnumót. Þú ert bara svona ómóstæðileg/ur

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú nennir svo gjörsamlega ekki að vera fullorðin/n stundum! Vogin er ekki þekkt fyrir að taka lífinu of alvarlega en alvarlegt virðist það þó vera þessa dagana. Þessa vikuna hleypur þú púkanum út og ræktar þitt innra barn. Ráð vikunnar: Leiktu þér!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Kannski ekki í fyrsta sinn sem þú þarft að gæta orða þinna en þú færð áminningu um það í vikunni. Þú nennir ekki að sykurhúða hlutina en stundum gætir þú farið milliveginn svo allir verði glaðir. Þannig kemur þú upplýsingum áfram án þess að koma neinum í uppnám.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Úps, setti einhver kæruleysispilluna í kaffið þitt? Ef svo er þá er það einmitt það sem læknirinn hefði ráðlagt þér. Mögulega gleymir þú kaffimálinu ofan á bílþakinu þessa vikuna en þú finnur mikinn létti yfir því að gefa smá „so what“ í hlutina. Við þurfum öll smá skvettu af kæruleysi í kaffið.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú mátt svo sannarlega vera spennt/ur fyrir komandi tímum. Þótt þú sért ekki komin/n á áfangastaðinn þá ertu á réttri braut. Vittu til, það mun birta til. Þú finnur mun með hverjum deginum og sérð skýrar hvert þú stefnir.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Það er nú ekki líkt þér að vera bitur þannig að þú mátt bara gjöra svo vel og hætta því núna. Það þjónar engum tilgangi að halda í svona tilfinningar. Hristu þetta af þér og haltu áfram að vera hamingjusami hippinn sem fer þér svo miklu betur.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú ert í bjargvættarstuði; stendur á svölunum með ímyndaða skikkju sem blæs í vindinum og bíður eftir símtali frá einhverjum nánum í neyð! Ertu mögulega að hunsa einhver önnur vandamál heima við?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“