fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Hundruð jaðarsettra nýta sér skaðaminnkun – Frú Ragnheiður safnar fyrir nýjum bíl

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 12:00

Sjálfboðaliðarnir Ólöf Jóna, Ísabella, Kolbrún og Þröstur bílstjóri, hluti af þeim stóra hópi sem starfar með Frú Ragnheiði. Mynd/Rauði krossinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð á hverjum tíma og nær skaðaminnkunarverkefið Frú Ragnheiður til meirihluta þeirra. Söfnunarátak Frú Ragnheiðar fyrir nýjum bíl stendur nú yfir en sérútbúinn bíll kostar um 10 milljónir króna.

Frú Ragnheiður kynnti í gær söfnunarátak sitt fyrir nýjum sérútbúnum bíl. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins og byggir verkefnið á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að minnka skaða sprautufíknar í samfélaginu með því að nálgast fíkla í nærumhverfi þeirra. Markmið Frú Ragnheiðar er að aðstoða einstaklinga við að halda lífi, lágmarka óafturkræfan skaða, draga úr sýkingum og útbreiðslu á lifrarbólgu C og HIV.

Á heimasíðu söfnunarátaksins segir að núverandi bíll hafi verið keyrður 340.000 kílómetra og þörf sé á nýjum bíl í verkefnið. Bílnum er ekið um borgina sex daga vikunnar og sinna sjálfboðaliðar Rauða krossins starfinu. Um 100 sjálfboðaliðar skipta með sér vöktunum og hefur þeim tekist að starfrækja þjónustuna í gegnum kórónuveirufaraldurinn.

Fjórföldun á fimm árum

Heimsóknir í bílinn hafa fjórfaldast frá árinu 2015 og er ekkert lát á þeirri aukningu. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir ástæðu aukningarinnar vera margþætta. „Við erum búin að vinna markvisst í því að byggja upp traust til hópsins okkar í gegnum árin og það er að skila sér í því að fleiri eru að leita til okkar. Við erum að þjónusta rúmlega 515 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu í dag en áætlað er að um 700 einstaklingar séu í virkri notkun vímuefna um æð á hverjum tíma. Við erum því að ná til rúmlega 75% af þeim.“

Hluti af verkefninu er nálaskiptaþjónusta þar sem einstaklingar sem nota vímuefni um æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox, smokka og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti og sýkingum.

Æðaskanni Frú Ragnheiðar lýsir upp æðar og aðstoðar skjólstæðinga við að finna æðar til nota. Það er skaðaminnkandi inngrip og tryggir öruggari sprautunotkun í æð að skipta á milli æða til að lágmarka sýkingahættu. Mynd/Rauði krossinn

60 prósent skjólstæðinga heimilislaus

Að sögn Elísabetar eru flestir þeir sem koma nýir inn í þjónustuna með langa sögu að baki og tilfinningin sé því ekki sú að notkun sé að aukast heldur að þjónusta Frú Ragnheiðar nái einfaldlega til fleiri sem hafa verið í neyslu. „Einstaklingur sem notar vímuefni í æð getur verið jaðarsettur í samfélaginu. Jaðarsetning getur valdið því að það er erfitt að opna á stöðuna sína við aðra, erfitt að segja frá og erfitt að treysta. Þess vegna erum við á hverjum degi svo þakklát fyrir traustið sem notendur þjónustunnar okkar sýna okkur,“ segir hún.

Árið 2019 fengu 82% af þeim sem leituðu til Frú Ragnheiðar mat og drykk. Skjólstæðingahópur verkefnisins býr jafnan við fátækt og glíma flest við vímuefnavanda og eru þar af leiðandi oft svöng og þyrst þegar þau leita í bílinn. 15% af þjónustunni fólust í að gefa skjólstæðingum hlýjan fatnað, en um 60% skjólstæðinga verkefnisins eru heimilislaus.

„Margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í dag án efna og skila reglulega hlýjum kveðjum til sjálfboðaliða okkar og þakka fyrir aðstoðina. Það er svo mikilvægt, sama hvar einstaklingur er staddur, að hann geti alltaf leitað eitthvert í hlýju. Hvort sem það er hlýtt viðmót sjálfboðaliða okkar, hlý föt eða annað. Við viljum veita skjólstæðingum okkar smá frið inni í bílnum okkar, smá ró svo að þau geti labbað út úr bílnum með höfuðið aðeins hærra og tekið hlýjuna með sér út í heiminn,“ segir Elísabet.

Breytt verklag á tímum

COVID Með tilkomu COVID þurfti að aðlaga allt starf Frú Ragnheiðar breyttum aðstæðum. „Við erum með grímuskyldu í bílnum núna, allir spritta á sér hendurnar við komu og við sprittum alla sameiginlega snertifleti eftir hverja einustu komu í bílinn. Við skimum eftir einkennum símleiðis áður en við förum að hitta viðkomandi, ef það vaknar upp grunur um COVID aðstoðum við einstaklinginn við að komast í viðeigandi úrvinnslu fyrir einkennunum. Við þróuðum sérstaka fræðslu sem við afhendum öllum sem koma í bílinn þar sem farið er yfir smitvarnir ásamt skaðaminnkandi leiðbeiningum á tímum COVID. Við höfum einnig vakið athygli á því að tilmæli yfirvalda ná ekki til okkar hóps, því þegar öll eiga að halda sig heima hafa þau oft ekkert heimili til að tryggja sitt öryggi á,“ segir Elísabet.

Nýr bíll kostar 10 milljónum

Nýr fullbúinn bíll kostar um 10 milljónir króna. „Bíllinn þarf að hafa þrjú sæti frammi í svo að allir sjálfboðaliðar rúmist þar á meðan við keyrum bílinn, ásamt því að hafa rúmgott rými aftur í þar sem öll þjónustan fer fram. Bíllinn þarf að vera með skyggðar rúður svo ekki sjáist inn í hann meðan á heimsóknum stendur til að tryggja rólegt og yfirvegað umhverfi fyrir skjólstæðingana. Hann þarf að hafa heilbrigðisaðstöðu á borð við vask, skápa fyrir plástra og umbúðir, skápa fyrir nálaskiptaþjónustuna okkar og þægilega bekki fyrir skjólstæðinga okkar til að tylla sér á. Við viljum hafa góða lýsingu í bílnum en samt ekki þannig að hún sé of mikil, og hafa miðstöð til að tryggja hlýju,“ segir Elísabet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Í gær

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband