fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Óþarflega há dánartíðni af völdum annarra sjúkdóma en COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. október 2020 18:00

Það eru hugsanlega tengsl á milil hjartavandamála og svefnvanda. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars þar til í júní á þessu ári létust tæplega 30.000 manns í Englandi og Wales af hjarta- og æðasjúkdómum og blóðtöppum í heila. Á þessum tíma var heimsfaraldur kórónuveirunnar í fullum gangi og mikil athygli á honum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Leeds sýna að 2.085 óþarfa dauðsföll hafi orðið á þessu fjórum mánuðum.

Það þýðir einfaldlega að 2.000 of margir létust af völdum fyrrgreindra sjúkdóma en venjulega. Í fréttatilkynningu frá vísindamönnunum kemur fram að þeir telji að þessi „auka“ dauðsföll hafi orðið vegna þess að fólk leitaði sér ekki aðstoðar hjá heilbrigðiskerfinu. Annað hvort af því að það var hrætt við að smitast af COVID-19 eða þá að það fékk ekki tilvísun í þá meðferð sem það þurfti á að halda. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll.

Rannsóknin sýnir að 29.969 létust á þessum fjórum mánuðum af völdum fyrrgreindra sjúkdóma. Það er 8% fleiri en að meðaltali í þessum sömu mánuðum síðustu sex ár. Einnig fjölgaði þeim sem létust heima frekar en á sjúkrahúsum.

Á þessum tíma hafði ríkisstjórnin gripið til harða ráðstafana vegna kórónuveirunnar og beðið fólk um að „vera heima“. Vísindamennirnir vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar geti beint sjónum fólks að því að það eigi að leita sér læknisaðstoðar ef það veikist skyndilega, jafnvel þótt samfélaginu hafi verið lokað að stórum hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin