fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Ósáttir nágrannar stöðva framkvæmdir við minnismerki á Útey

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. október 2020 08:30

Útey þar sem Breivik myrti tugi saklausra ungmenna. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkinu og ungmennahreyfingu Verkamannaflokksins hefur verið gert að stöðva framkvæmdir við minnismerki á Útey. Minnismerkið á að vera til minningar um þau 69 ungmenni sem hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik myrti á eyjunni í júlí 2011. Það eru ósáttir nágrannar sem höfðu sigur fyrir dómi í málinu. Ríkið og ungmennahreyfingin verða einnig að greiða allan málskostnað, eina milljón norskra króna.

Dómstóll í Ringerike kvað upp úrskurð í deilunni nýlega. Það hefur vakið töluverða athygli í Noregi að sumir þeirra nágranna, sem stóðu að málarekstrinum, komu að björgunarstörfum á Útey þegar Breivik gerði árásina þar eftir að hafa sprengt sprengju í Osló en þar létust 8 manns.

Samkvæmt úrskurði dómsins verða framkvæmdirnar nú stöðvaðar tímabundið eða þar til endanlega verður kveðið upp úr um hvort minnismerkið megi vera á eyjunni. Sá hluti málsins verður tekinn fyrir þann 30. nóvember næstkomandi.

Minnismerkið á að vera 77 þriggja metra háar bronssúlur, ein fyrir hvern þann sem Breivik myrti. Lengd verksins er 26 metrar.

Samkvæmt málsskjölum þá telja 17 af þeim 18 nágrönnum, sem vilja koma í veg fyrir að minnismerkið verði reist, að hætta sé á að þeir verði fyrir heilsufarstjóni af völdum minnismerkisins. Fimm þeirra telja að þeir geti hlotið varanlegt sálrænt tjón þegar grafið verður fyrir minnismerkinu og það reist. Í úrskurðinum kemur fram að margir af nágrönnunum hafi orðið fyrir miklu andlegu álagi og afleiðingum af hryðjuverkunum 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum