fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Donald Trump í sóttkví – Grunur um kórónuveirusmit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 03:14

Trump og Hicks. Mynd: EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er að eiginn frumkvæði kominn í sóttkví eftir að náinn aðstoðarmaður hans greindist með COVID-19. Forsetinn og eiginkona hans, Melania, bíða nú eftir niðurstöðu sýnatöku.

Sky News skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir sóttkví forsetahjónanna er að einn helsti og nánasti ráðgjafi Trump, Hope Hicks, greindist með smit í gær. Hún ferðaðist með Trump á kosningafund á miðvikudaginn.

Trump skrifaði á Twitter að Hope, sem hafi lagt svo hart að sér og hafi ekki einu sinni tekið sér smá frí, hafi greinst með COVID-19.

„Hræðilegt! Forsetafrúin og ég bíðum nú eftir niðurstöðum úr okkar sýnum. Á meðan verðum við í sóttkví!“

Hope Hicks, sem er 31 ár, ferðaðist margoft með forsetanum undanfarna viku, þar á meðal í þyrlu forsetans og flugvél hans.

Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu:

„Forsetinn tekur heilsu og öryggi sjálfs síns og allra sem vinna með honum og bandarísku þjóðinni mjög alvarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga