fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Logi lætur hægri menn og ríkisstjórnina heyra það – „Dæma sig nú endanlega sjálfar“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 20:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar var harðorður í garð hægri manna og ríkistjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hann ræddi einnig loftlagsmál, mál flóttamanna og hælisleitenda.

Hann sagði að ríkisstjórnir um allan heim væri farið að líta til stefnu jafnaðarmanna, hvort sem það væri vinstri eða hægri sinnað.

„Á þessum skringilegu tímum verður gangverk samfélagsins nánast áþreifanlegt. Hvert tannhjól hefur áhrif á það næsta og lítil bilun – jafnvel í því smæsta – slævir allt gangverkið.

Sjaldan hefur mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu birst með jafn skýrum hætti  – Aldrei augljósara að heilbrigt samfélag þarf öfluga samneyslu, jöfnuð, fjölbreytni og þátttöku allra.

Hugmyndir hægrimanna um að reglulítill markaður greiði sjálfur úr öllum vandamálum og skili réttmætum gæðum til almennings dæma sig nú endanlega sjálfar.

Nú eru lausnir jafnaðarstefnunnar mikilvægastar í baráttunni við heimsfaraldurinn, og ríkisstjórnir um allan heim – jafnt til vinstri og hægri – líta til þeirra kinnroðalaust.

Í heimsfaraldri – og sögulegu atvinnuleysi – getur almenningur á Íslandi líka reitt sig á jafnaðarstefnuna. Einnig í baráttunni gegn hamfarahlýnun.“

Logi sagði að þjóðin stæði frammi fyrir flóknum verkefnum, en að fyrsta verk þyrfti að vera að „hrista af sér gamaldags kreddur“ um ríkisfjármál og verðmæti. Hann sagði hreinlega að það væri of dýrkeypt að fylgja hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í loftlagsmálum.

„Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.

Á tímum loftslagshamfara og heimsfaraldurs höfum við ekki efni á því að leyfa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eða fjármálastefnu hægrimanna að ráða för, – Það er einfaldlega allt of mikið í húfi.

Og þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni, að við sem höfum önnur gildi –trúum á aðra leið. Séum ábyrg, séum staðföst og snúum bökum saman.“

Að lokum sagðist hann vilja búa til græna félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar.

„Það er hlutverk Samfylkingarinnar að leiða saman þau öfl sem eru tilbúin að fylkja sér um vinnu, velferð og græna framtíð – og mynda græna félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi