Stóru hængarnir halda áfram að gefa sig. Flott veiði í Stóru Laxá í Hreppum undir lokin og verulega flottur lax í Mýrarkvísl sem hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar.
,,Þetta tók dágóða stund að landa laxinum og þetta er stærsti lax sem ég hef veitt í gegnum árin,“ sagði Matthías Þór Hákonarsson við Mýrarkvísl í kvöld, þar sem hann hafði landað laxinum fyrr um daginn.
,,Þetta er var 103 sentimetra fiskur og 10 kíló, fiskurinn veiddist í Ármótum Syðri,“ sagði Matthías ennfremur um laxinn stóra.
Hvað veiðitölur áhrærir er Eystri Rangá algjörlega á toppnum með 8328 laxa. Síðan kemur Ytri Rangá með 2519 laxa og svo 1725 sem er lokatalan þar um slóðir.
Mynd. Matthías Þór Hákonarsson með laxinn stóra úr Mýrarkvísl. Þann stærsta sem hann hefur veitt.