Árlega gefur danska hönnunarhúsið Georg Jensen út jólaórá sem selst í massavís og er ákaflega vinsæll hérlendis. Jólaórói ársins 2020 er komin í verslanir en glöggur lesandi DV benti á að hann er skringilega áþekkur Kóróna-veirunni í ár.
Ekki er um ásetning að ræða þar sem hugmyndin er að óróinn minni á blóm. Línan í ár er hönnuð af Sanne Lund Traberg sem sækir innblástur í blómamyndir Karl Blossfeld og frá blómum úr garðinum sínum. Sanne hannaði fyrst pappablóm sem hún notaði sem fyrirmynd af óróanum. Óróinn kemur bæði í gull og silfur og með auka grænum borða fyrir þá sem vilja ekki hin hefðbundna rauða jólalit.
Jólaóróinn kostar 6000 – 7000 kr í íslenskum verslunum og fæst meðal annars í Líf og List, Epal og Kúnígúnd.