fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Framdi morð nokkrum dögum áður en hann átti að hefja afplánun dóms

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 18:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum áður en sænskur maður átti að hefja afplánun refsingar myrti hann mann. Ástæðan var afbrýðissemi. Hann hefur nú verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morðið.

Samkvæmt umfjöllun Aftonbladet þá var maðurinn dæmdur í fangelsi í lok síðasta árs. Hann átti að mæta til afplánunar þann 9. maí en að kvöldi 6. maí myrti hann mann með því að stinga hann margoft með 30 cm löngum brauðhníf.

Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Maðurinn er þekktur síbrotamaður og var í lok desember dæmdur í fangelsi fyrir ölvunarakstur, ógætilegan akstur og tvö fíkniefnabrot. Hann hafði margoft áður hlotið dóma fyrir svipuð brot.

Sambýliskona mannsins sagði í yfirheyrslum að hann hafi verið stressaður yfir að þurfa að fara aftur í fangelsi. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði drukkið sérstaklega mikið af bjór að kvöldi 6. maí af því að hann var á leið í fangelsi.

Þegar hann og vinur hans komu í íbúðina sem hann bjó í með sambýliskonu sinni um klukkan 22 var hún léttklædd í félagsskap með karlmanni. Við skýrslutökur sögðu mörg vitni að maðurinn væri mjög afbrýðisamur og taldi dómurinn að afbrýðissemin hafi verið ástæðan fyrir því sem síðan gerðist.

Maðurinn réðst á hinn manninn með 30 cm löngum brauðhníf og veitti honum svo alvarlega áverka að ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans. Fórnarlambið náði að segja lögreglunni nafn árásarmannsins rétt áður en það tók síðasta andardráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift