fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Stefnir í sögulegt atvinnuleysi í haust og vetur

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 30. september 2020 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

293 misstu vinnuna þessi mánaðamót í átta hópuppsögnum samkvæmt Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Vegur þar þyngst uppsögn Icelandair sem DV sagði frá í gær á 88 starfsmönnum, þar af 68 flugmönnum. Þá sagði Borgun upp 13 manns.

Samtök atvinnulífsins hafa spáð því að allt að 30 þúsund manns yrðu atvinnulaus í lok árs. Aðspurð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort þetta gæti orðið staðan sagði Unnur það ekki ríma við spár Vinnumálastofnunnar. Spár þeirra gera ráð fyrir „25 þúsund atvinnulausum, kannski 26 þúsund.“ Aðspurð hvort 25 þúsund á atvinnuleysisskrá yrði söguleg tala svaraði hún „já já, þetta er allt saman orðnar sögulegar tölur.“

Til viðbótar við þá 293 sem misstu vinnuna í hópuppsögnum má gera ráð fyrir að hundruðum hafi verið sagt upp í mánuðinum til viðbótar. Samkvæmt lögum og reglum skal atvinnurekandi tilkynna hópuppsögn til Vinnumálastofnunar, en einstaka uppsagnir eru ekki tilkynningarskyldar. Gera má ráð fyrir að flestir þeir sem misstu vinnuna í dag séu með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Það má því reikna með að þau verði á launum út árið, en atvinnuleysistryggingasjóður Vinnumálastofnunnar taki þá við þeim sem ekki hafa fundið sér nýja vinnu fyrir það.

Fyrstu þrjá mánuði á fólk sem misst hefur vinnuna rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Að þeim tíma loknum fer fólk á lágmarksbætur, sem eru 289.510 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út