fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Lilja Pálmadóttir – „Margir vita hver hún er, en fáir þekkja hana í raun og veru“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. september 2020 17:30

Lilja Pálmadóttir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver ertu? eru nýjir þættir á Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn fer í loftið annað kvöld og í þeim þætti fáum við að kynnast Lilju Pálmadóttur. Heimsborgaranum sem gerðist húsbóndi.

Í þáttunum er grandskoðað ættartré þjóðþekktra Íslendinga. Hver er persónan bak við nafnið? Vitum við nákvæmlega hvaðan við komum, hvaðan forfeður okkar komu? Hvað hefur mótað okkar persónu, okkar skapgerð, líkamsburði, veikleika og styrkleika? Hvaðan eru þeir?

„Við teljum okkur þekkja þessa einstaklinga ágætlega, höfum myndað okkur skoðanir á þeim en hvað vitum við um þau og hvað vita þau sjálf um uppruna sinn? Við förum í ferðalag með þessu ágæta fólki um slóðir fortíðar og upprunans, stundum torfarnar slóðir og finnum ræturnar.

Við fáum svör við spurningum sem stundum svala forvitninni og stundum varpa ljósi á áður óþekkta hluti. Þættirnir bjóða uppá skemmtilegt og fræðandi ferðalag með ykkar besta fólki hérlendis og erlendis. Hvurra manna eru þau, hverjar eru ættir þeirra, eru forfeður þeirra, snillingar, draumórafólk, letingjar eða dugnaðarforkar.

Allir eiga sér sögu ef grannt er skoðað, og oft á tíðum merkilega og áhugaverða. Við ætlum að draga fram sögur um okkar fólk, gera þær ljóslifandi, með það eitt í huga að skrásetja og varðveita þann fjársjóð sem hver og einn á í fólkinu sínu og lífshlaupi,“ kemur fram í tilkynningu um þættina.

Eins og fyrr segir fáum við að kynnast Lilju Pálmadóttur í fyrsta þætti.

„Hver er Lilja Pálmadóttir. Heimsborgari sem gerðist hestabóndi? Fagurkeri í stígvélum? Margir vita hver hún er, en fáir þekkja hana í raun og veru.“

Horfðu á nokkur brot úr þættinum hér að neðan.

DNA kort Lilju

Æskan

Saga um langömmu hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu