fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 08:35

GAMMA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn GAMMA, sem er dótturfélag Kviku banka, hefur ákveðið að afturkalla kaupaukagreiðslur til ellefu fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins en þær hlaupa á tugum milljóna króna. Greiðslurnar voru samþykktar haustið 2018 og í ársbyrjun 2019 en enn á eftir að greiða hluta þeirra út.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að stjórnin hafi farið fram á það við Valdimar Ármann, fyrrum forstjóra GAMMA, og Ingva Hrafn Óskarsson, sem var sjóðsstjóri GAMMA, að þeir endurgreiði GAMMA um 12 milljónir vegna kaupauka sem þeir fengu greidda 2018 og 2019.

Kaupaukarnir voru tilkomnir vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var greiðslu um 40% kaupaukans frestað í þrjú ár og var skuldbinding GAMMA vegna þessa um 33 milljónir króna í lok síðasta árs.

Nú hefur stjórn GAMMA tekið ákvörðun um að greiða þessa upphæð ekki. Segist Markaðurinn hafa heimildir fyrir að það sé mat stjórnarinnar að ekki sé rétt að standa við þessar greiðslur í ljósi þess að afkoma félagsins á síðustu misserum hefur reynst lakari en fyrrverandi stjórnendur GAMMA gerðu ráð fyrir.

Á síðustu 18 mánuðum hefur GAMMA tapað um 500 milljónum króna.

Ákvörðun stjórnar GAMMA um að krefjast Valdimar og Ingva Hrafn um endurgreiðslu er tilkomin vegna reksturs fagfjárfestingasjóðsins Novus sem var í stýringu hjá GAMMA og var eigandi Upphafs fasteignafélags. Sjóðfélagar töpuðu háum fjárhæðum þegar skýrt var frá því fyrir um ári síðan að eignir Upphafs hefðu verið stórlega ofmetnar og var virði félagsins lækkað úr 5,2 milljörðum í 40 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu