Núna á allra síðustu metrunum í Stóru Laxá í Hreppum, og þegar áin er að komast í 400 laxa, veiðist sá stærsti í ánni. En veiðimenn eru að loka ánni þessa dagana og það var Friðjón Mar Sveinbjörnsson í Veiðiflugum á Landholtsvegi sem veiddi fiskinn stóra.
Það má eiginlega segja að þetta hafi síðasta veiðiferðin hjá honum á sumrinu en alls ekki síðasta veiðiferð í veiðinni. Fiskinn veiddi hann í Kóngsbakka og var hann 101 sentmeter og tók litla græna Bismó.
Mikið vatn er í ánni þessa dagana og það má alveg segja að þessi lax Friðjóns hafi veiðst á allra síðustu mínútu veiðitímans í Stóru Laxá í Hreppum.
Mynd. Friðjón Mar Sveinbjörnsson með stærsta laxinn úr Stóru Laxá í Hreppum.