KR og Fylkir áttust við í Pepsi efstu deild karla um helgina. Fylkir vann leikinn eftir dramatískar lokamínútur en liðið fékk víti eftir að hönd Beitis Ólafssonar, markmanns KR, fór í Ólaf Inga Skúlason, leikmann og aðstoðarþjálfara Fylkis. Beitir fékk rautt spjald í kjölfarið, Fylkir skoraði síðan úr vítinu og vann leikinn.
Meira:
Ólafur þurfti að ræða við dóttur sína eftir ummæli Rúnars – „Auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana“
Atvikið hefur vakið mikla athygli og hefur fólk rifist mikið um hvort það hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. Ólafur Ingi segir að atvikið og eftirmálar þess hafi áhrif á fjölskyldu sína en það kemur fram í viðtali sem sýnt var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Ég á ekki erfitt með að taka svona ummælum. En það er svolítið mikið þegar maður þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að pabbi sé ekki svindlari. Ég á þrettán ára stelpu sem spilar fótbolta og auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana,“ sagði Ólafur um ummæli Rúnars Kristinssonar þjálfari KR að hann hefði svindlað.
Þetta mál var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þar sem málið var gert upp. „Óli lífgaði upp á umræðuna með þessu viðtali, við getum sett okkur í hans spor. Hann er ósáttur með það sem Rúnar segir um sig og sína persónu,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætt dagsins.
Kristján Óli Sigurðsson segir að Rúnar hafi misst hausinn í fyrsta sinn á sínum þjálfaraferli. ,,Rúnar í fyrsta sinn á sínum ferli sem þjálfari missir hausinn, veður í manninn en ekki boltann.“
Minnti á orðræðu Ólafs Inga fyrr í sumar:
Hjörvar Hafliðason sagði að Ólafur Ingi væri eðlilega fúll en að hann hefði sjálfur misst sig í umræðu fyrr í sumar eftir að hann fékk rautt spjald í leik gegn Stjörnunni. ,,Ég skil Óla alveg að vera fúlan, þetta kemur frá goðsögn í íslenskum fótbolta. Hins vegar talar hann um að sjálfum hafi honum ekki sárnað en talaði um börnin sín, sem er valid,“ sagði Hjörvar
,,Ég verð að segja við Ólaf, ef þú ætlar að fara þjálfa þá þurfa þau að lesa hluti um að það eigi að reka hann eða eitthvað. Þannig er öll umræða, það er ekki eins og Ólafur Ingi hafi veirð varkár í umræðu sinni um Rúnar Pál. Hann á alveg dætur líka, þetta er partur af þessu,“ sagði Hjörvar um stöðu mála.
Kristján Óli gaf lítið fyrir þetta kort Ólafs Inga um að dóttir hans tæki þetta inn á sig. ,,Mér finnst þetta kort, skuespil. 13 ára dóttir hans er ekki í sárum sínum.“