Keflavík mun leika í Pepsi-Max deild kvenna að ári. Þetta var ljóst eftir að Tindastóll sigraði Hauka 3-0 í Lengjudeildinni í dag.
Sigur Tindastóls þýðir að ekkert lið getur náð 2. sætinu af Keflavík.
Keflavík er sem stendur í 2. sæti Lengjudeildarinnar með 36 stig og á þrjá leiki eftir. Haukar eru í 3. sæti með 29 stig og eiga 2 leiki eftir.
Tindastóll er í 1. sæti deildarinnar með 43 stig og eiga 2 leiki eftir.
Tindastóll og Keflavík eru því þau lið sem fara upp úr Lengjudeildinni þetta tímabilið.