Málverk eftir Hjalta Parelius sem hékk upp á vegg í anddyri sambýlisins í Þverholti í Mosfellsbæ var stolið fyrir helgi. Myndin var máluð til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó á sambýlinu, en hún lést á síðasta ári.
Verkið heitir Wonderwoman og er minningarskjöldur með nafni Kristínar fyrir neðan.
Eins og nærri má um geta hefur myndin mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar. Óskar hefur deilt myndinni á Facebook og greint frá atvikinu. Hefur hann óskað eftir því að hver sé sem hafi upplýsingar um þjófnaðinn hafi samband. Honum er mikið í mun um að endurheimta verkið.
Óskar ræddi við vef Fréttablaðsins vegna málsins
Sjá færslu Óskars vegna málsins með því að smella hér að neðan
https://www.facebook.com/oskar.gislason.357/posts/2779842362266886