fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fókus

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM95,7 í dag.

Þáttastjórnendur, Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson, tilkynntu þetta í þætti sínum og höfðu samband við Pétur til að taka á honum stöðuna. Telja þeir að Pétur Jóhann sé frægasti Íslendingurinn til að smitast af veirunni.

„Takk fyrir þetta. Þetta er bara þvílíkur heiður,“ sagði Pétur Jóhann, en vel mátti heyra á rödd hans að hann er nokkuð veikur um þessar mundir.

Pétur sagði sjúkdóminn hreinan viðbjóð og hann hafi aldrei verið svona veikur. Hann glímir við vondan höfuðverk, beinverki, vöðvaverki, var á tíma með hita auk þess sem hann hefur misst bragð- og lyktarskyn – en allt eru þetta algeng einkenni COVID-19.

Að vanda var stutt í spaugið hjá þáttastjórnendum sem reyndu að benda á jákvæðu hliðarnar við veikindi Péturs, eins og hvort að það væri ekki viss fríðindi að hafa glatað tveimur skynfærum. Spurðu þeir Pétur meðal annars hvort það væri ekki ágætt að geta ekki fundið eigin prumpulykt.

„Ég get skitið endalaust, setið á klósettinu bara í 18 mínútur og ég finn ekki neina lykt,“ sagði Pétur og einnig sé hentugt að henda í hann ólystugum mat þar sem hann hafi ekki bragðskyn.

„Fjölskyldan mín er búin að vera að koma með mat sem er kominn á dagsetningu. Ég borða bara mat sem er nánast útrunninn. Breytir engu hvað ég borða.“ 

Verst voru veikindi hans þegar þau gerðu fyrst vart við sig fyrir viku síðan er hann vaknaði í svitabaði klukkan þrjú um nóttina, aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. Lýsir Pétur því með eftirfarandi hætti:

„Konan mín átti fertugsafmæli daginn eftir og það er hefð fyrir því að við vekjum alltaf heimilismeðlim þegar hann á afmæli með köku og afmælissöng. Og ég var búinn að græja þetta. Ég var búinn að gera kökuna klára og svona. Síðan fer ég hérna fram aðfaranótt föstudagsins og klifra upp í sofa og ligg þar andvaka og svo sofna ég. Og vakna svo með hana [eiginkonuna] standandi yfir mér og hún segir orðrétt: „Á ekkert að syngja fyrir mig afmælissönginn?”. „Ha? Nei ég er veikur ástin mín,” segi ég. Þá sagði hún aftur orðrétt: „Þú ert varla of veikur til að syngja afmælissönginn?” og ég segi : Jú ég er ekkert að grínast ástin mín ég er of veikur til þess, ég hef aldrei verið svona veikur á ævinni.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“
Fókus
Í gær

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóley Kristín deilir uppáhalds æfingunni til að stækka rassinn

Sóley Kristín deilir uppáhalds æfingunni til að stækka rassinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bettina átti erfiðan dag ófrísk og óglatt en uppskar verðlaun – Besta brúðkaupsmynd ársins er tekin í Kötlujökli

Bettina átti erfiðan dag ófrísk og óglatt en uppskar verðlaun – Besta brúðkaupsmynd ársins er tekin í Kötlujökli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þrjár ólíkar en áhugaverðar og skemmtilegar bækur fyrir börn og ungmenni

Þrjár ólíkar en áhugaverðar og skemmtilegar bækur fyrir börn og ungmenni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anton Bjarki byrjaði að sauma föt 16 ára – Sækir innblástur í íslenska arfleifð

Anton Bjarki byrjaði að sauma föt 16 ára – Sækir innblástur í íslenska arfleifð