fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 18:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrri helmingi ársins neyddust milljónir manna til að flýja heimili sín og eru ástæður þess margvíslegar. Samkvæmt tölum frá Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) í Sviss þá hröktust 15 milljónir manna frá heimilum sínum í 120 löndum á fyrri helmingi ársins.

Óveður, flóð, skógareldar og engisprettur hröktu 10 milljónir að heiman. Í Sýrlandi, Kongó og Búrkína Fasó voru það stríðsátök sem hröktu um 5 milljónir að heiman. Guardian skýrir frá þessu.

„Þessar skelfilegu tölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýna að margir eru í vanda í heiminum. Kórónuveirufaraldurinn hefur dregið enn frekar úr aðgengi að heilbrigðiskerfi og aukið á efnahagslegan vanda illra stadda þjóðfélagshópa,“

er haft eftir Alexandra Bilak forstjóra IDMC.

Auknar aðgerðir sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í janúar og fram í mars hröktu 1,5 milljónir á flótta. Fellibylurinn Amphans hrakti 3,3 milljónir frá heimilum sínum í Banglades og Indlandi.

Samkvæmt frétt Guardian er reiknað með að margar milljónir til viðbótar muni hrekjast frá heimilum sínum á næstu mánuðum vegna veðurs en mörgum illviðrum er spáð í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift