fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fókus

Uppáhaldsbílar Sigríðar Elvu

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 26. september 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona og flugdólgur hefur brennandi áhuga á nánast öllu með vél. Hún elskar bíla og flugvélar og vill helst ekki gera annað en að þeysast á tryllitækjum um hálendið. Hún deilir hér sínum uppáhaldsbílum sem eru ákaflega misjafnir eins og dagar fjölmiðlakonunnar.

 

Honda CRX
Fyrsti bíllinn minn var af þessari tegund, á low profile dekkjum, með flækjur og spoilerkit dauðans. Elskaði hann út af lífinu þó hann hafi ekki meikað neitt sens sem heimilisbíll miðbæjarrottu.
Bumper Honda Crx 16V Vader Std Front

Caterpillar-beltagrafa
Ok, strangt til tekið ekki bíll, en það er fátt sem veitir inni­legri hamingju en að moka holu á risagröfu. Í alvöru.

Mynd: Facebook

Porsche 911
Porsche klikkar sjaldnast, en ég hef sjaldan verið nær því að gráta af gleði en keyrandi 911 GT3 á braut. Bara vélar­hljóðið er allt að því klám­fengið.

New Porsche 911 Turbo S packs 641bhp for 205mph | Autocar

Lamborghini Urus
Ég skrifaði reynsluaksturs­grein um Urus sem var meira í ætt við ástarbréf en bíladóm og gekk meira að segja svo langt að bjóða annað nýrað til sölu til að fjármagna tryllitækið. Er enn opin fyrir tilboðum.

Lamborghini Urus 20180306 Genf 2018.jpg

VW Golf
Uppáhalds í flokki raun­hæfra kaupa þar sem ég er hvorki búin að selja úr mér líffæri né vinna í lottói. Afburða aksturbíll fyrir peninginn og ber af í sínum verðflokki.

Mynd: vw.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Í gær

Er Ísland þess virði?

Er Ísland þess virði?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eru íslenskir ökumenn dónalegir í umferðinni?

Eru íslenskir ökumenn dónalegir í umferðinni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein