Sky skýrir frá þessu. Tilraunin hefst í janúar en það eru bresk yfirvöld sem fjármagna hana. Hún mun fara fram á öruggum stað í Whitechapel í austurhluta Lundúna. Tilraunir af þessu tagi eru mjög umdeildar en talin er þörf á að gera þessa tilraun vegna alvarleika heimsfaraldursins og mikilvægi þess að virkt bóluefni verði tilbúið sem fyrst.
Ungt fólk á á hættu að verða alvarlega veikt ef það smitast af kórónuveirunni en það verður ungt fólk sem tekur þátt í tilrauninni. Sumir læknar telja þessa tilraunaaðferð brjóta gegn siðferði í læknavísindum. Ekki er hægt að útiloka að þátttakendurnir muni glíma við langvarandi afleiðingar af smiti.
En þar sem mikið liggur við að koma virku bóluefni í umferð sem fyrst þykir tilraunin nauðsynleg til að sjá hvort bóluefni komi í veg fyrir að fólk smitist eða hvort það virki aðeins að hluta.
Tilraunaaðferðin er ekki óþekkt og er notuð víða um heim við þróun bóluefna.