Kórdrengir eru með sex stiga forskot á toppi annarrar deildar eftir 3-1 sigur á Selfyssingum. Hákon Einarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kórdrengi á 11. mínútu. Á 28. mínútu bætti Albert Ingason við öðru marki Kórdrengja. Selfyssingar settu spennu í leikinn á 51. mínútu þegar Hrvoje Tokić kom boltanum í netið. Jordan Damachoua gerði út um leikinn þegar hann skoraði þriðja mark Kórdrengja á 72. mínútu.
Fjórir leikir eru eftir í deildinni og er mikil spenna á toppnum. Njarðvík er með 36 stig í fjórða sæti og Selfoss og Þróttur V. eru í öðru og þriðja sæti með 37 stig.
Kórdrengir 3 – 1 Selfoss
1-0 Hákon Einarsson (11′)
2-0 Albert Ingason (28′)
2-1 Hrvoje Tokić (51′)
3-1 Jordan Damachoua (72′)