fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ragnar Þór vill að Guðrún Hafsteinsdóttir verði sett af og segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. september 2020 13:30

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýsir yfir vantrausti á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Landsamtaka lífeyrissjóða og varaformann lífeyrissjóðsins LIVE, sem félagsmenn VR greiða í, vegna ummæla hennar um sig og fulltrúa VR í stjórn LIVE.

Ragnar skrifar langan og harðorðan pistil um þetta á Facebook-síðu sína. Tilefni deilnanna er sú ákvörðun LIVE að taka ekki þátt í hlutafjárútboði VR. Guðrún telur að Ragnar hafi haft óeðlileg áhrif á ákvörðun stjórnarmanna. Svipaða gagnrýni hafa aðrir verkalýðsleiðtogar fengið fyrir neikvæða afstöðu til hlutafjárútboðs VR, sem meðal annars stafar af framgöngu Icelandair gagnvart flugfreyjum á meðan kjaradeilu stóð.

„Staðreyndin er sú að það stríðir gegn samþykktum sjóðsins að fjárfesta í fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks. Það er alveg skýrt og varla nokkur sem andmælir því. Þannig vorum við í fullum rétti til að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sjóðsins um að brjóta ekki gegn samþykktum sjóðsins,“ segir Ragnar. Hann fer hörðum orðum um Guðrúnu Hafsteinsdóttur:

„Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúm okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.

Sömu fulltrúa og fjármálaeftirlitið hefur metið hæfa til að gegna störfum sínum eftir bestu sannfæringu og þeim reglum og lögum sem gilda um hæfi stjórnarmanna.

Hún gerir það tortryggilegt hvar stjórnarmenn okkar starfa, eða sitja í stjórn stéttarfélags, þegar hún sjálf er eigandi Kjörís og hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins um árabil.“

Ragnar telur að yfirlýsingar Guðrúnar geri hana vanhæfa til að sitja í stjórn lífeyrissjóðs:

„Í ljósi stöðu sinnar og fyrri yfirlýsinga hlýtur fjármálaeftirlitið að komast að þeirri niðurstöðu að Guðrún Hafsteinsdóttir sé vanhæf til að sitja í stjórn lífeyrissjóðs með því að réttlæta fjárfestingu í Icelandair vegna þess hversu lítið hlutfall hún er af heildareignum.

Og með því að lýsa því yfir að lífeyrissjóðurinn hafa stutt við félagið í 40 ár og gefa þannig í skyn að fagleg sjónarmið ríki ekki heldur „stuðningur“ við mikilvægt fyrirtæki í atvinnulífinu.

Einnig hefur Guðrún lýst þeirri skoðun sinni sinni að vegna „sögulegra“ sjónarmiða um ávöxtun sé rétt að taka þátt og það sé mikilvægt að fjárfesta í Icelandair til að verja störf.

Guðrún hefur áður lýst því yfir að það sé lögboðin skylda stjórnarmanna að hámarka arðsemi fjárfestinga eingöngu.

Ekkert að ofansögðu stenst nokkra skoðun, samþykktir sjóðsins, fjárfestingarstefnu hans eða lög sem gilda um fjárfestingar lífeyrissjóða.

Þess vegna skora ég á fjármálaeftirlitið að taka ummæli Guðrúnar Hafsteinsdóttur til skoðunar og meta hana óhæfa til að taka ákvarðanir um fjárfestingar fyrir hönd sjóðfélaga LIVE.

Einnig lýsi ég yfir vantrausti á Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að gegna stöðu varaformanns stjórnar LIVE og Formennsku í Landssamtökum lífeyrissjóða.“

Ásakanir á hendur Fréttablaðinu

Ragnar segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn sér en í leiðurum blaðsins hefur birst gagnrýni á afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til hlutafjárútboðs Icelandair. Tengir hann þessa skoðun sína við eignarhald á Torgi, útgefanda Fréttablaðsins. Segir hann að Helgi Magnússon fjárfestir, aðaleigandi Torgs, eigi sér „langa og litríka sögu innan lífeyrissjóðakerfisins, sem fjárfestir, stjórnarmaður og formaður stjórnar LIVE og Samtaka iðnaðarins eða alveg þangað til að bakland sjóðsins fékk nóg og bolaði honum út.“

Ragnar endar grein sína á eftirfarandi orðum:

„Vinsamlega deildu ef þú vilt Samtök atvinnulífsins úr stjórnum lífeyrissjóðanna.“

 

Lesa má grein Ragnars í heild með því að smella á tengilinn fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið