Í umfjöllun Finans kemur fram að DTD Holding, sem stendur fyrir hátíðunum, eigi í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Ef heimsfaraldurinn þróast á annan veg en stjórn fyrirtækisins gerir ráð fyrir þá er afar tvísýnt um að það geti haldið áfram rekstri að því er segir í ársreikningi fyrirtækisins.
Síðustu tvö ár hefur mikið tap verið á rekstrinum. 2018 var það 11 milljónir danskra króna og í fyrra 12 milljónir. Í árslok 2019 var eigið fé fyrirtækisins 30 milljónir. Þessi góða lausafjárstaða gæti þó bjargað hátíðunum þrátt fyrir að tap verði á rekstrinum á þessu ári. Í ársreikningnum kemur fram að unnið sé út frá því að á næsta ári verði hægt að halda Northside, Tinderbox og fleiri hátíðir.