,,Við vorum að loka Efri Haukadalsá og það veiddust sex laxar og 70 bleikjur. Nokkrar vel vænar,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson er við spurðum um Efri-Haukadalsá í Dölum en öllum fiski var sleppt aftur í ána og verður svoleiðis eitthvað áfram.
Ásgeir er með meira á sinni könnu og það eru ár við Vík í Mýrdal.
,,Kerlingadalsá og Vatnsá eru komnar með 180 laxar og yfir 300 sjóbirtinga. Stór sjóbirtingur sem veiddist í gær eða 80 sentimetra fiskur,“ sagði Ásgeir ennfremur.
Í sumar hefur verið ágæt veiði í Heiðarvatni og margir fengið flotta veiði þar.
Mynd. Lax fyrr í sumar í Efri Haukadalsá en sex laxar veiddust í ánni og 70 bleikjur.