,,Það voru svakaleg flóð í ánni í gær en lækkaði aðeins þegar leið á daginn og þá náðum við fimm fiskum,“ sagði Marteinn Jónasson sem er við veiðar í Langadalsá við þriðja mann og ætlar svo beint í Miðfjarðará eftir þennan veiðitúr.
,,Já, það var ekki gott veður á tímabili í gær en það veiddust laxar. Áin hefur gefið í sumar 114 laxa,“ sagði Marteinn ennfremur.
Auðvitað er allra veðra von þessa dagana en veiðimenn láta það lítið hafa áhrif á sig, allavega sumir. Bara klæða sig vel.Litlar fréttir hafa farið af Hvannadalsá í sumar en auðvitað hefur eitthvað veiðst þar. Fréttum af veiðimönnum fyrr í sumar sem veiddu 6 í Langadalsánni fyrr um sumar.
Mynd. Það var ekki gott veður í við Langadalsá í Ísafjarðardjúpi í gær. Mynd Marteinn