fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Nýr leiðtogi Íslamska ríkisins sagður hafa skýrt Bandaríkjamönnum frá nöfnum hryðjuverkamanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 21:05

Al-Mawla er eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið, var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í október á síðasta ári var arftaki hans kynntur til sögunnar. Það er Írakinn Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quraishi.

Margir sérfræðingar settu spurningamerki við nafnið og sögðu hann vera algjörlega óþekktan. Þetta er ekki raunverulegt nafn leiðtogans heldur dulnefni Amir Mohammed Said Abd al-Rahman al-Mawla.

Í mars settu Bandaríkin Mawla á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn og heita 10 milljónum dollara fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist.

Í septemberútgáfu CTC Sentinel, sem er gefið út af herforingjaskólanum West Point, koma fram nýjar upplýsingar um Mawla. Fram kemur að hann hafi verið fangi Bandaríkjamanna í Camp Buca fangelsinu í Írak 2004. Þar er hann sagður hafa kynnst forvera sínum. Hann er einnig sagður hafa verið fangi Bandaríkjamanna 2008.  Hann er þá sagður hafa starfað með þeim og veitt þeim upplýsingar um 88 liðsmenn Íslamska ríkisins og al-Kaída.

Hann er sagður hafa veitt upplýsingar um mannrán, morð og árásir á heri bandamanna sem þessir 88 tóku þátt í. Ekki er talið útilokað upplýsingarnar frá honum hafi orðið til þess að sumir þeirra voru drepnir og að aðrir hafi verið handteknir og séu jafnvel enn í haldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn