VG skýrir frá þessu. Lögreglan og sjúkralið voru strax send á vettvang. Skömmu eftir komu þeirra á vettvang lá ljóst fyrir að ekki hafði verið eitrað fyrir fjölskyldunni, að minnsta kosti ekki í klassískum skilningi.
„Það kom í ljós að sonur, á heimilinu, hafði bakað hasskökur sem fjölskyldan hafði borðað,“
sagði talsmaður lögreglunnar sem bætti við að fjölskyldan hafi ekki vitað hvað hún var að borða.
Enginn veiktist alvarlega af þessu.
Sonurinn játaði baksturinn eftir að lögregla og sjúkralið voru komin á vettvang. Hann á sekt yfir höfði sér fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.