fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

Vísbendingar um að faraldurinn sé aftur á niðurleið – „Ánægjulegt að sjá þessa fækkun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. september 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ánægjulegt að sjá þessa fækkun en tölurnar sveiflast milli daga og við skulum sjá hvað gerist,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á COVID-upplýsingafundi dagsins, og vísaði hann þar til þess að fjöldi smitaðra var 30 síðasta sólarhring en hafði verið 78 eftir föstudaginn. Sagði Þórólfur síðar á fundinum að vísbendingar væru um að það væri að takast að ná böndum á þriðju bylgju faraldursins.

Af þeim 30 sem greindust í gær voru 15 í sóttkví. Stór hluti smitaðra tengist krám og öldurhúsum sem hafa verið í fréttum undanfarið vegna smita, meðal annars Brew Dog og Irish Man.

Mikill fjöldi sjúklingasýna var tekinn í gær eða um 1.100. Af þeim reyndust 3% jákvæð.

Vinna smitrakningarteyma gengur mjög vel og hefur verið fjölgað í teymunum.

Þórólfur sagði ekki ástæðu til að herða samkomutakmarkanir að svo stöddu. Tilmælum er beint til fyrirtækja og stofnana um að afmarka rými á vinnustöðum og bjóða sem flestum upp á fjarvinnu. Kom fram á fundinum að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafi tekið vel við sér hvað varðar sóttvarnir og væri það ánægjulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brynjólfur Bjarnason er látinn

Brynjólfur Bjarnason er látinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann
Fréttir
Í gær

Vilja að ráðherra kortleggi eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna – Skýrsla Kristjáns Þórs þótti hlægileg

Vilja að ráðherra kortleggi eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna – Skýrsla Kristjáns Þórs þótti hlægileg
Fréttir
Í gær

Þetta vill Samúel Jón gera við lóðina við MH

Þetta vill Samúel Jón gera við lóðina við MH
Fréttir
Í gær

Deila um grafarfrið í Grafarvogi – „Þetta kallast vanvirða við hina látnu“ – „Það á að leika sér í kirkjugörðum“

Deila um grafarfrið í Grafarvogi – „Þetta kallast vanvirða við hina látnu“ – „Það á að leika sér í kirkjugörðum“
Fréttir
Í gær

Grípa til aðgerða og biðja fólk um að hafa samband: „Þetta er martröð sem enginn ætti að þurfa að lifa við“

Grípa til aðgerða og biðja fólk um að hafa samband: „Þetta er martröð sem enginn ætti að þurfa að lifa við“