Samkvæmt frétt ríkisfréttastofunnar Xinhua munu um 7 milljónir starfsmanna manntalsins fara um allt land, safna saman upplýsingum um nöfn fólks, kennitölur, kyn, hjúskaparstöðu, menntun og starf. Auk „hefðbundinn“ aðferða við að afla upplýsinga verður almenningur hvattur til að nota farsíma og aðra nútímatækni til að veita upplýsingar.
CNN segir að manntal fari fram á 10 ára fresti í Kína. Við síðustu talningu hafði landsmönnum fjölgað úr 1,29 milljarði í 1,37 milljarða. Í síðasta manntali voru útlendingar einnig taldir með en það var í fyrsta sinn sem það var gert. Um 600.000 útlendingar voru þá skráðir, flestir frá Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Japan.
Í síðasta manntali kom í ljós að börnum yngri en 14 ára hafði fækkað um 6,2% frá síðasta manntali. Í kjölfarið byrjuðu stjórnvöld að slaka á eins barns stefnu sinni en samkvæmt henni máttu konur aðeins eignast eitt barn.