fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hrollvekjandi leynileg skýrsla sænsku lögreglunnar – „Fjölskylduglæpagengi hafa hreiðrað um sig í öllum lögum samfélagsins“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 05:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulögð glæpasamtök og fjölskylduglæpagengi eru stórt vandamál í Svíþjóð. Svo stórt að nú er talið að 40 fjölskylduglæpagengi, hið minnsta, starfi í landinu og sé eina markmið þeirra að skipuleggja og fremja afbrot. Þetta sagði Mats Löfving, vararíkislögreglustjóri, fyrr í mánuðinum í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Hann sagði þá að Svíar væru of „bláeygðir“ hvað varðar starfsemi glæpagengja. Í leynilegri skýrslu sænsku lögreglunnar, sem Expressen komst nýverið yfir, koma fram hrollvekjandi upplýsingar um áhrif og völd þessar glæpagengja.

Í skýrslunni kemur fram að mörg þessara glæpagengja hafi náð miklum völdum og áhrifum í samfélaginu. Félaga í þeim sé meðal annars að finna í stjórnmálum, í bönkum, í atvinnumiðlunum, á fasteignamarkaði og á sjúkrahúsum.

Samkvæmt frétt Expressen  er vandinn mestur í Södertälje, sem er nærri Stokkhólmi, þar sem fjölskylduglæpagengi hafa hreiðrað um sig í nær öllum hlutum samfélagsins. Auk þess að tengjast sprengingum, skotárásum og fleiri „hefðbundnum“ afbrotum eru félagar í glæpagengjunum áhrifamiklir í atvinnulífinu.

„Það er mat lögreglunnar að félagar í Södertälje-samtökunum telji sig ekki vera afbrotamenn, heldur verktaka. Markmið og þarfir glæpagengisins skipta mestu en sænsk lög og reglur eru aukaatriði,“

segir meðal annars í skýrslunni sem var gerð fyrr á árinu og var leynileg fram að afhjúpun Expressen sem segir að í henni komi einnig fram að í Södertälje-samtökunum hafi verið fjórir félagar sem hafi á síðustu tveimur áratugum setið á sænska þinginu. Í samtali við Aftonbladet neitaði einn þessara stjórnmálamanna að hafa nokkur tengsl við glæpagengi en hann, ásamt fleirum, er nafngreindur í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið