,,Veiðin gengur bara vel hjá okkur í Vatnamótunum við Klaustur og þrír ættliðir að veiða hérna, þrír vaskir veiðimenn,“ sagði Halldór Jónsson er við heyrðum í honum í gærkveldi á veiðislóðum. Þá var aðeins ein vakt eftir hjá þeim í þessum túr.
,,Við erum komnir með 43 fiska og þar af eru fjórir frá þremur upp í sex pund. Það er mikið af fiski hérna og alltaf gaman að veiða hérna. Veiðin hefur verið flott,“ sagði Halldór ennfremur.
Sjóbirtingurinn er aðeins byrjaður að sýna sig á þessum slóðum en veiðimenn sem voru í Tungulæk fyrir skömmu veiddu frekar lítið. Fiskurinn er að mæta á staðinn þessa dagana og þá er ekki að spyrja að því hvað gerðist.
Mynd. Vaskir veiðimenn, Sveinn Steindórsson, Skaphéðinn Sveinsson og Steindór Gestsson með flotta veiði í Vatnamótunum. Mynd Halldór.