fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. september 2020 19:00

Venus og jörðin. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom fyrr í vikunni hafa vísindamenn fundið gastegundina fosfín í skýjum Venusar. Þetta getur bent til að örverur þrífist í skýjum plánetunnar. Hér á jörðinni myndast fosfíngas aðeins í iðnaði eða sem úrgangsefni örvera sem þrífast í súrefnissnauðu umhverfi.

Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna sem gerði þessa uppgötvun en niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í vísindaritinu Nature Astronomy. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, tjáði sig um rannsóknina á Twitter og var skýrmæltur:

„Þetta er skýrasta merkið um líf utan jarðarinnar sem við höfum nokkru sinni séð.“

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, hafa útilokað nær alla þá möguleika sem þeim duttu í hug um hvernig gasið gæti hafa myndast í skýjum Venusar. Þar á meðal eru eldingar, sólarljós eða eldgos.

Það má kannski segja að tveir möguleikar séu í stöðunni varðandi gasið. Annar er að það myndist við áður óþekkt ferli en hinn er að það sé afrakstur líffræðilegrar starfsemi eins og er hér á jörðinni. Ef síðari möguleikinn er hinn rétti þá er það stórkostleg uppgötvun þar sem um fyrstu vísbendinguna um líf utan jarðarinnar er þá að ræða.

Vísindamennirnir notuðu James Clerk Maxwell sjónaukann á Hawaii og ALMA-útvarpssjónaukann í Atacamaeyðimörkinni í Chile við rannsóknina.

Venus er erfið pláneta til að rannsaka vegna aðstæðna þar. Plánetan er hulin skýjum en með aðstoð ratsjáa er hægt að kortleggja yfirborðið og einnig er hægt að rannsaka skýin. Nokkur geimför hafa lent á plánetunni en þau hafa ekki haldið það lengi út, lengst í tvær klukkustundir, vegna mikils hita og þrýstings á yfirborðinu.

Vísindamenn hafa lengi viðrað hugmyndir um að í hærri loftlögum plánetunnar gæti hugsanlega verið líf. Þar minna aðstæður að vissu leyti á aðstæður hér á jörðinni og uppfylla þannig skilyrði fyrir að líf geti þrifist.

NASA hyggst senda geimfar til Venusar á næsta ári en til að hægt sé að rannsaka skýin og það sem kannski býr í þeim betur þarf að senda öðruvísi geimför, frekar líkari flugvélum, til plánetunnar. Þá væri hægt að fljúga í gegnum skýin og leita að fosfíni. Geimfar sem fer í gegnum skýin á einum stað, á leið til yfirborðsins, fer ekki endilega í gegnum svæði þar sem fosfínið er til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin