fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Pressan

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. september 2020 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld á eyjunni Barbados, sem er í Karíbahafi, segja að nú sé kominn tími til að segja skilið við nýlendufortíðina og að landið verði lýðveldi. Stefnt er að því að ljúka ferlinu í breytingu yfir í lýðveldi fyrir 55 ára afmæli sjálfstæðis frá Bretum en því verður fagnað í nóvember 2021. Um leið og landið verður lýðveldi hættir Elísabet II Bretadrottning að vera þjóðhöfðingi landsins.

Mia Mottley, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni að íbúar landsins vilji að samlandi þeirra verði þjóðhöfðingi. Þetta sé yfirlýsing um trú þjóðarinnar á sjálfa sig og hvað hún getur gert. BBC skýrir frá þessu.

Hjá bresku konungshirðinni fengust þau svör að þetta væri alfarið málefni Barbados. Heimildarmaður innan konungshirðarinnar sagði að hugmyndin kæmi ekki bara upp úr þurru, þetta hafi margoft verið viðrað og rætt.

Ef þetta gengur eftir verður Barbados ekki fyrsta fyrrum breska nýlendan í Karíbahafinu til að verða lýðveldi. Áður hafa Guyana, Trinidad og Tobago og Dominica stigið þetta skref. Löndin eru þó öll enn í breska samveldinu.

Elísabet II er nú þjóðhöfðingi 15 ríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort