fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Leitaði að dóttur sinni í 19 ár – Þá varð kúvending í málinu

Pressan
Laugardaginn 6. janúar 2024 22:00

Auglýsing frá lögreglunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. maí 2001 tilkynnti Michael Turney um hvarf dóttur sinnar. Þetta var síðasti skóladagurinn fyrir sumarfrí hjá hálfsystrunum Sarah og Alissa Marie Turney sem áttu heima í Phoenix í Arizona. Alissa hafði haldið upp á 17 ára afmæli sitt mánuði áður en Sarah var 12 ára. Á þessum gleðilega degi, sem síðasti skóladagurinn átti að vera, hvarf Alissa og hefur ekki sést síðan.

Móðurmissir

Alissa fæddist í apríl 1984. Hjónaband foreldra hennar, Barbra Farner og Stephen Strahm, var erfitt og þau skildu skömmu eftir fæðingu Alissa. 1987 kynntist móðir hennar Michael Roy Turney. Hann hafði starfað sem lögreglumaður á áttunda áratugnum en starfaði nú sem rafvirki. Barbra féll kylliflöt fyrir honum. Hann átti þrjá syni úr fyrra hjónabandi. Ekki leið á löngu áður en þau gengu í hjónaband.

Alissa átti nú þrjá eldri stjúpbræður auk John sem var sonur móður hennar. Ári síðar eignuðust Barbra og Michael dótturina Sarah. Hér var því um sannkallaða stórfjölskyldu að ræða með flóknu fjölskyldumynstri.

Þegar Alissa var níu ára hitti hún föður sinn í síðasta sinn því Barbra og Michael höfðu ákveðið að neita honum um að hitta hana aftur. Hann flutti úr ríkinu og sá Alissa aldrei aftur.

1993 greindist Barbra með krabbamein og lést. Alissa er þá aðeins 9 ára og ættleiddi Michael hana þá formlega. Elstu synirnir þrír fluttu fljótlega að heiman og eftir voru Alissa, Sarah og Michael.

„Pabbi er perri“

Í gegnum árin tók Sarah eftir því að faðir hennar átti í annarskonar sambandi við Alissa en hana. Hann er stjórnsamur við hana, eltir hana og fylgist með öllu sem hún gerir. Hann sat oft í bílnum við skóla hennar og fylgdist með henni. Þegar hún fékk vinnu á skyndibitastað sat hann oft á bílastæðinu og myndaði hana á meðan.

Hvað varðar Sarah er hann kúl, fyndinn og góður faðir. Hann leyfir henni að gera það sem hún vill og hvetur hana til að skrópa stundum í skólanum. Hann skammar hana aldrei og það hefur ekki einu sinni afleiðingar fyrir hana þegar hún stelur peningum frá honum. Óhætt er að segja að uppeldi systranna hafi verið gjörólíkt.

Á myndbandsupptöku frá í mars 1997 sést fjölskyldan í skógarferð. Sarah var með upptökuvélina. Í bakgrunni sést og heyrist Alissa hrópa: „Sarah, Sarah, Sarah, pabbi er perri!“ Skömmu síðar hrópaði Michael margoft: „Alissa er heimskur bjáni“.

Alissa varð uppreisnargjörn á unglingsárunum. Þegar hún var 15 ára byrjaði hún að reykja hass og umgangast mun eldri pilta. Hún reifst oft við Michael.

Hvarfið

Loksins rann síðasti skóladagurinn upp og systurnar glöddust mjög því þær höfðu beðið hans með eftirvæntingu. Alissa ætlaði í partý um kvöldið með vinum sínum. Sarah fór í ferð með bekknum sínum óafvitandi að hún myndi aldrei sjá systur sína aftur.

Að skóladegi loknum beið hún þolinmóð eftir að faðir hennar myndi sækja hana en það gerði hann ekki. Hún fór því heim með vinkonu sinni. Micahel kom þangað á milli fjögur og fimm og virtist ringlaður. Hann sagðist ekki ná sambandi við Alissa. Sarah reyndi að hringja í hana en ekki var svarað. Þegar heim var komið voru engin ummerki um að Alissa hefði komið þangað. Farsími hennar var á kommóðunni og við hlið hans bréf sem í stóð:

„Pabbi og Sarah. Þegar skóla lauk í dag hafði ég ákveðið að fara til Kaliforníu. Sarah, þú sagðir að þú vildir að ég færi í burtu og nú verður þér að vilja þínum. Það er þess vegna sem ég var að spara. Pabbi, ég tók 300 dollara frá þér. Alissa.“

Sarah var ekki hissa á  þessu því Alissa átti frænku í Kaliforníu sem hún hafði sagst vilja heimsækja. Michael varð hins vegar næstum móðursjúkur við þetta. Hann gekk hús úr húsi og leitaði að Alissa. Hann prentaði út miða með mynd af henni og hengdi upp í hverfinu.

Víða var auglýst eftir Alissa.

Um kvöldið fór hann á lögreglustöð og tilkynnti um hvarf Alissa. Hann sagði að þau hefðu rifist og að hún hefði strokið til Kaliforníu. Lögreglan taldi að hún hefði hlaupið að heima og rannsakaði málið ekki frekar og engar skýrslur voru teknar.

Vikur síðar tilkynnti Michael lögreglunni að Alissa hefði hringt í sig. Hún hefði blótað og formælt honum og sagt honum að hún hefði látið sig hverfa vegna hans. Hún lauk síðan samtalinu að hans sögn með að segja að hún kæmi aldrei aftur heim. Michael fékk gögn frá símafyrirtækinu sem sýndu að hringt hafði verið í hann úr númeri í Kaliforníu. Þetta breytti engu um afstöðu lögreglunnar sem rannsakaði málið ekki frekar.

Játning

Nokkrum mánuðum eftir hvarf Alissa var Thomas Hymer handtekinn í Georgíuríku. Hann ók þá bíl sem var skráður í eigu Sandra Lee Goodman sem hafði fundist kyrkt undir rúmi á hóteli í Flórída daginn áður. Tveimur árum síðar var Hymer dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið. 2006 sagði hann fangaverði að hann hefði einnig drepið Alissa.

Yfirheyrslur leiddu fljótt í ljós að hann var að ljúga. Hann sagði Alissa hafa verið heróínsjúkling með afbrigðilegar kynhneigðir. En þessi falska játning hans beindi athyglinni að hvarfi Alissa og lögreglan neyddist til að rannsaka það. Ættingjar og vinir fóru nú að efast um sannleiksgildi frásagnar Michael um strok Alissa að heiman.

Vinir Alissa voru yfirheyrðir og skoðun á bankareikningi hennar sýndi að hann hafði ekki verið hreyfður síðan 2001. Vitni sögðu að Alissa hefði verið sótt í skólann um hádegisbil af Michael. Heima hjá honum fundust upptökur sem náðu allt aftur á níunda áratuginn. Hann hafði sett upp eftirlitsmyndavélar út um allt. Hann sagði lögreglunni að þetta hefði verið gert í öryggisskyni. En svo vildi til að búið var að eyða upptökunum frá 17. maí 2001, daginn sem Alissa hvarf. Michael sagðist hafa farið í gegnum þær en ekkert athugavert hafi verið að sjá og því hafi hann eytt þeim. Lögreglan fann einnig upptökubúnað sem var tengdur við símann. Öll samtöl voru sjálfkrafa tekin upp en samtal Michael við Alissa, þegar hún hringdi frá Kaliforníu, var ekki á meðal þeirra upptaka sem til voru.

Málin skýrast

Eftir því sem rætt var við fleiri vitni fóru málin að skýrast. Vinur Alissa sagði lögreglunni að hún hefði sagt að Michael hefði reynt að misnota hana kynferðislega. Annar sagði að hún hefði sagt að eitt sinn hefði hún vaknað við að Michael var búin að kefla hana með sokki.

Á heimilinu fann lögreglan myndband sem sýndi konu numda á brott og drepna. Michael þvertók fyrir að þetta væri sönnun þess að hann hefði gert það sama við Alissa. Einnig fann lögreglan 19 árásarriffla, 26 heimagerðar sprengjur, hljóðdeyfa og pallbíl fullan af bensínbrúsum.

Michael Turney.

Michael hafði skrifað 98 síðna stefnuyfirlýsingu undir fyrirsögninni „Dagbók klikkaðs píslarvotts.“ Í henni lýsti hann vinnustað með slæmum vinnuaðstæðum. Einnig kom fram að það væri stéttarfélag rafvirkja sem stæði að baki hvarfi Alissa. Í lokinn hafði hann skrifað að hann ætlaði að sprengja hús stéttarfélagsins og drepa sjálfan sig í árásinni.

2010 var Michael dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að hafa verið með 26 heimagerðar sprengjur í vörslu sinni.

Áður en hann losnaði úr fangelsi 2017 hafði Sarah sett blogg á laggirnar auk Facebookhópsins „Justice for Alissa“ nefndi hún hvoru tveggja. Í mörgum hlaðvörpum  sagði hún sögu systur sinnar sem skilaði sér ekki heim.

Þegar hún hitti föður sinn 2017 áttaði hann sig strax á að hún var ekki komin til að sættast við hann. Hún tók samtal þeirra upp og birti á bloggsíðu sinni.

„Fyrir utan að segja sjokkerandi og viðbjóðslega hluti um Alissa játaði hann þetta næstum. „Sittu hjá mér á dánarbeðinu og þá skal ég segja þér sannleikann sem þú þráir að heyra,“

sagði hún um fund þeirra. Hún sagði einnig að hann hefði lofað henni að segja henni sannleikann ef tryggt væri að hann yrði tekinn  af lífi með eitursprautu tíu dögum eftir játninguna.

Hún fór til lögreglunnar með þessar upplýsingar en fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera án opinberrar játningar Michael.

Handtekinn

Sarah fór af stað með sérstakt hlaðvarp á síðasta ári til að beina athyglinni að hvarfi Alissa og föður sínum. Í júní á þessu ári stofnaði hún aðgang á TikTok þar sem hún sagði einnig sögu Alissa. Áhuginn var mikill og málið vakti athygli margra.

Þann 20. ágúst skrifaði hún áTwitter:

„Ég skelf og græt. Okkur tókst það. Það er búið að handtaka hann. Þúsund þakkir. #justiceforalissa. Gefið aldrei upp vonina um að réttlætið nái fram að ganga. Það tók tæp 20 ár en okkur tókst það.“

Michael var handtekinn í Mesa í Arizona þann 20. ágúst. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi þegar hann varð Alissa að bana í maí 2001.

Málatilbúnaður saksóknara byggir á frásögnum vitna um kynferðislegt ofbeldi sem Michael beitti Alissa auk annars ofbeldis. Hún hafði einnig skrifað bréf um ofbeldið. Þannig að það dugði ekki hjá Michael að þykjast leita dóttur sinnar öll þessi ár til að að leyna því hvað hann hafði gert.

Lík hennar er ófundið.

Byggt á umfjöllun: NBC News, The New York Times, Justice for Alissa, ABC News og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn