fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Líf getur hugsanlega þrifist í kringum hvíta dverga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 21:15

Hvítur dvergur. Mynd:NASA’s Goddard Space Flight Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sólin okkar endar líf sitt eftir um fimm milljarða ára verður hún að „dauðum“ kjarna sem nefnist hvítur dvergur. En hvaða þýðingu hefur það fyrir jörðina okkar?

Vísindamenn uppgötvuðu nýlega, í fyrsta sinn, plánetu á braut um hvítan dverg að því er segir í fréttatilkynningu frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum. Plánetan er gaspláneta á stærð við Júpíter og hefur hún fengið nafnið WD 1856 b.

Í fréttatilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA er haft eftir Andrew Vandenburg, lektor í stjörnufræði við University of Wisconsin-Madison, að þegar hvítir dvergar verða til eyðileggist nærliggjandi plánetur og allt sem komi of nálægt tætist yfirleitt í sundur vegna gríðarlegs þyngdarafls hvítu dverganna. Enn sé mörgum spurningum ósvarað um hvernig WD 1856 b hafi komist á núverandi stað án þess að mæta þessum örlögum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Í fréttatilkynningunni frá Cornell segir að þessi uppgötvun veki vonir um að í framtíðinni verði hugsanlega hægt að fá á hreint hvort líf geti lifað af að stjarnan hrynji saman og verði að hvítum dverg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin