fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 06:37

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru staðfest kórónuveirusmit í heiminum orðin 29 milljónir. Aðeins fjórum dögum síðar voru þau orðin 30 milljónir. Þetta kemur fram í tölum frá John Hopkins University frá í nótt.

Bandaríkin, Indland og Brasilía eru þau ríki þar sem flestir hafa smitast og látist. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smita verið staðfest, 5,1 milljón á Indlandi og 4,4 milljónir í Brasilíu.

Svo virðist sem útbreiðsla veirunnar hafi náð ákveðnu jafnvægi um miðjan júlí þannig að fjöldi smitaðra eykst um eina milljón á hverjum fjórum dögum. Það liðu 94 dagar frá upphafi faraldursins þar til ein milljón smita hafði verið staðfest. Síðan liðu 86 dagar þar til 10 milljónir smita höfðu verið staðfest en það var þann 28. júní.

Síðan þá hefur fjöldi smitaðra þrefaldast.

Rétt er að hafa í huga að tölurnar frá Johns Hopkins University sýna líklega aðeins hluta þeirra sem hafa smitast. Mikill munur er á hvernig sýnatöku er háttað í einstökum ríkjum og því erfitt að gera samanburð.

Nú hafa rúmlega 942.000 dauðsföll af völdum veirunnar verið skráð hjá Johns Hopkins University. Flest í Bandaríkjunum eða um 200.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin