Leikið var í dönsku bikarkeppninni í dag. Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Nordsjælland sem sigraði Damsø 5-1.
Strax á þriðju mínútu setti Nordsjælland tóninn þegar Florentina Olar skoraði fyrsta mark leiksins. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik rigndi mörkum. Á 46. mínútu skoraði Camilla Kur annað mark Nordsjælland sem var aðeins byrjunin á flugeldasýningu hennar. Hún bætti við tveimur mörkum til viðbótar á 66. mínútu og 71. mínútu.
Damsø klóraði í bakkann á 82. mínútu með marki frá Agnes Højby. Amanda Andradóttir kláraði leikinn fyrir Nordsjælland þegar hún skoraði fimmta og síðasta markið á 86. mínútu.
Damsø 1 – 5 Nordsjælland
0-1 Florentina Olar (3′)
0-2 Camilla Kur (46′)
0-3 Camilla Kur (66′)
0-4 Camilla Kur (71′)
1-4 Agnes Højby (82′)
1-5 Amanda Andradóttir (86′)
Aftenens pokalkamp mod FC Damsø ender med en 5-1 sejr 🐯
⚽️⚽️⚽️ Kur
⚽️ Olar
⚽️ AndradóttirNu ser vi frem mod tredje runde af Sydbank Pokalen 🏆 pic.twitter.com/abMfYpAwQ3
— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 16, 2020