fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Keyptu 18 flugmiða bara til að stela 159 sígarettukartonum í Keflavík

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 16. september 2020 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo menn í fjögurra og þriggja mánaða fangelsi fyrir stórfelldan og útsmoginn þjófnað á sígarettum úr Leifsstöð.

Þjófnaðurinn var þaulskipulagður af hálfu mannanna, en þeir bókuðu sér í samtals sextán flugmiða frá Leifsstöð til þess eins að komast inn á fríhafnarsvæðið og stela þar sígarettum. Mennirnir fóru ekki alltaf saman og því telja skiptin fleiri en átta. Þá voru þeir dæmdir til þess að greiða fríhöfninni samanlagt rúma milljón í skaðabætur fyrir sígaretturnar sem þeir stálu. Mestu tóku mennirnir 25 karton í einni ferð, og í eitt skipti innrituðu þeir sig þrjá daga í röð í flug frá Íslandi.

Mennirnir fundust ekki og var fyrirkall birt í lögbirtingablaðinu. Það skilaði sér þó ekki í því að þeir mættu, og var því dómur kveðinn upp í fjarveru mannanna. Gera má ráð fyrir að ekki muni takast að birta mönnunum dóminn heldur.

Sem fyrr segir var verðmæti sígarettanna sem þeir stálu samanlagt um milljón. Því vakti skaðabótakrafa fríhafnarinnar talsverða athygli, en hún hljóðaði upp á rúmar 13 milljónir. Það jafngildir því að mennirnir yrðu látnir borga um 8.300 krónur fyrir hvern tollfrjálsan sígarettupakka sem þeir stálu.

Dómstóllinn tók kröfu Fríhafnarinnar ekki til greina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Garpur: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Kótelettunni með blóðugum hætti – „Getur þú hætt að fokking hrinda okkur?“

Sauð upp úr á Kótelettunni með blóðugum hætti – „Getur þú hætt að fokking hrinda okkur?“
Fréttir
Í gær

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Í gær

Brynjólfur Bjarnason er látinn

Brynjólfur Bjarnason er látinn
Fréttir
Í gær

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann