fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

InnX Innréttingar: Nýjar áherslur í hönnun skrifstofuhúsgagna

Kynning

Heildarráðgjöf og skipulagning rýma á vinnustöðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

InnX Innréttingar er fyrirtæki á sviði skrifstofuhúsgagna og hefur um tveggja áratuga skeið boðið framúrskarandi lausnir í skrifstofuhúsgögnum. „Við höfum lagt metnað okkar í gegnum tíðina í að bjóða upp á hágæða vörur á samkeppnishæfu verði,“ segir Þór Steinarsson hjá InnX Innréttingum.

„Skriftofuhúsgögn frá okkur er að finna í mörgum íslenskum fyrirtækjum sem eru meðvituð um mikilvægi góðra skrifstofuhúsgagna við að búa starfsfólki sínu og gott vinnuumhverfi. Meðal viðskiptavina okkar eru stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins og er það ákveðinn gæðastimpill,“ segir Þór enn fremur.

„Við bjóðum upp á breiða línu skrifstofuhúsgagna mest frá Skandinavíu og Þýskalandi. Við höfum lengi selt skrifstofuhúsgögn frá danska framleiðandanum DENCON sem hafa verið mjög vinsæl meðal íslenskra fyrirtækja. Þeir eru mjög framarlega í hönnun og hafa verið að koma með nýjar áherslur. Skrifborðin þeirra hafa nú léttara yfirbragð og eru þynnri og straumlínulagaðri en tíðkast hjá öðrum framleiðendum. Að sama skapi hafa rafmagnsskrifborðin fengið góðar viðtökur fyrir áreiðanleika og öflugan mótor sem er mikilvægt eigi borðin að endast.“

Jóhannes Ingimarsson sölustjóri skrifstofudeildar og Þór Steinarsson framkvæmdarstjóri InnX. Áhersla er lögð á að bjóða viðskiptavinum hágæða vörur og framúrskarandi þjónustu í hvívetna.
Fagmennskan í fyrirrúmi Jóhannes Ingimarsson sölustjóri skrifstofudeildar og Þór Steinarsson framkvæmdarstjóri InnX. Áhersla er lögð á að bjóða viðskiptavinum hágæða vörur og framúrskarandi þjónustu í hvívetna.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Hagnýt og endingagóð húsgögn og lausnir

Meðal nýjunga hjá InnX Innréttingum er að allir skápar eru komnir með 45° horn en ekki 90° sem gefur mun léttara og skemmtilegra yfirbragð. Þá má líka nefna nýja skilrúmsskápa sem eru í senn skilrúm og möppuskápar. Skápurinn er þannig úr garði gerður að tveir starfsmenn nota sama skápinn hvor frá sinni hlið þannig að hann virkar sem tveir skápar. Að auki má núna fá skápa og skrifborð í fleiri litum og hægt er að fá skápa í blandaðri útfærslu eftir vali viðskiptavinarins.

InnX Innréttingar bjóða upp á vörur frá þýska framleiðandanum INTERSTUHL sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í hönnun og framleiðslu á skrifstofustólum og fundahúsgögnun í Evrópu. Þá má nefna vörur frá framleiðandanum STEELCASE sem er einn stærsti framleiðandi skrifstofuhúsgagna í heiminum með starfsemi í yfir 80 löndum, og vandaða stóla frá finnska framleiðandanum TOPLUX.

Einstakt tækifæri til að gera góð kaup

InnX Innréttingar hafa um árabil verið til húsa að Fosshálsi 1, Reykjavík. Nú er unnið að því að taka inn nýjar vörur í sýningarsalinn sem verður hinn glæsilegasti þegar sú vinna er yfirstaðin. Það er því hægt að koma í búðina og fá vörur með frábærum afslætti.

Heildarlausnir og ráðgjöf

InnX selur ekki bara stök húsgögn heldur veitir heildarráðgjöf fyrir skipulagningu rýma á vinnustöðum.

„Við seljum oft til fyrirtækja í miklu magni. Þá er algengt að við teiknum upp tillögur að fyrirkomulagi í hugbúnaði frá okkur og síðan er uppsetningunni breytt í samræmi við óskir viðskiptavinarins. Allar breytingar eru mjög auðveldar,“ segir Þór og bætir við:

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Núna erum við t.d. að vinna að stóru tilboði fyrir öflugt fyrirtæki sem er að flytja höfuðstöðvar sínar. Við erum sjálfir að teikna upp rýmið auk þess að vera með aðstoð hönnuða frá Danmörku sem hafa gríðarlega reynslu og þekkingu á þessu sviði.“

ARAN CUCINE innréttingar fyrir heimili

InnX Innréttingar bjóða einnig mikið úrval af eldhús- og baðinnréttingum frá hinum þekkta ítalska framleiðanda ARAN CUCINE sem er stærsti framleiðandi hágæða innréttinga frá Ítalíu sem selur til yfir 120 landa og fimm heimsálfa.

„Við höfum selt mikið af innréttingum frá ARAN í gegnum tíðina. Ef allt er tekið saman þá eru líklega innréttingar frá okkur á um tvö þúsund heimilum hér innanlands. Það er að aukast í markaðssetningu byggingaraðila erlendis að tengja vörumerkið ARAN við íbúðaverkefni. Má í því sambandi nefna hinn nýja lúxus íbúðaturn 432 PARK AVENUE í New York. Þetta er hæsta bygging í New York og sú þriðja hæsta í heiminum en allar innréttingar í hann eru frá ARAN CUCINE. Við sjáum líklega meira af þessu í framtíðinni,“ segir Þór Steinarsson.

Meðal nýjunga frá ARAN eru nýir fataskápar, gríðarlega fallegir og vandaðir, og er hægt að fá þá í margs konar útfærslu, m.a. með rennihurðum og í mismunandi stærðum.

InnX innréttingar ehf | Fossháls 1 | 110 Reykjavík | Sími: 577 1170

Á meðfylgjandi myndum og í myndagallerí má sjá sýnishorn af einni af fjölmörgum nýjum vörulínum sem er að koma í verslunina. Einnig er vert að benda á heimasíðu verslunarinnar www.innx.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni