fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 15:11

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/MIGUEL GUTIERREZ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk er beðið um skilríki í verslunum er það yfirleitt vegna þess að það er að kaupa sígarettur eða jafnvel áfengi í Vínbúð. En kaupmaður í sænska bænum Lindome hefur nú sett 18 ára aldurstakmark á kaup á eggjum og krefur fólk um skilríki þegar það kaupir egg ef það er ungt að árum.

Lindome er sunnan við Gautaborg. Á undanförnum vikum hafa margir íbúar bæjarins lent í því að eggjum hefur verið makað á bíla þeirra. Af þeim sökum ákvað Linda Dahlin, kaupmaður í bænum, að grípa til þess ráðs að setja aldurstakmark við kaup á eggjum.

Tilkynning kaupmannsins. Mynd:Facebook

„Okkur er annt um nærumhverfið okkar – þess vegna seljum við í augnablikinu bara egg til þeirra sem eru orðnir 18 ára,“

stendur nú á miða í versluninni. Newsner skýrir frá.

„Það eru unglingahópar sem kaupa egg og við teljum ekki að þau ætli að nota þau í eldamennsku eins og við vildum gjarnan,“

sagði Dahlin í samtali við Newsner. Hún sagðist vona til að ákvörðun hennar verði til þess að fólk ræði við börn sín um það sem hefur verið að gerast í nærumhverfinu að undanförnu. Hún sagði viðskiptavini hafa sýnt framtakinu góðan stuðning og skilning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum