fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Erna Hrund:„Ég sá mig sjálfa skaða barnið mitt eða sjálfa mig“

Tjáir sig á einlægan hátt um fæðingarþunglyndi – „Ég svaf ekki af ótta við að einhver myndi koma og taka hann af mér“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gerði miklar kröfur á sjálfa mig og ef mér tókst ekki eitthvað dæmdi ég mig strax misheppna og óhæfa móður,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir tískubloggari en hún upplifði fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist eldri son sinn, Tinna Snæ upplifði hún svæsið fæðingarþunglyndi. Hún þakkar fyrir að hafa leitað sér hjálpar þó seint væri og þegið hana og vonast hún til þess að aðrir sem upplifa vanlíðan af þessu tagi muni geta lært af frásögn hennar.

Erna ritar á einlægan hátt um reynslu sína á Trendnet en hún eignaðist son sinn í árslok 2012. Áður en hún varð þunguð hafði húnnýlega misst fóstur. „Vegna fósturlátsins var meðgangan erfið, ég setti upp þykka brynju og bar mig vel útá við en inní mér var mikill ótti, ótti við að missa aftur,“ ritar hún. „Ég var svo hrædd, en ég sagði það engum. Ég var enn að syrgja hinn drauminn og hafði ekki gefið sjálfri mér nægan tíma til að gera það því ég var bara svo hrædd. Hræðslan breyttist í mikinn kvíða, mikil kvíðaköst sem ég átti bara sjálf inní mér einni.“

Kvíðinn var enn til staðar, ég var svo hrædd um að missa hann

Hún segir hamingjuna hafa verið mikla þegar drengurinn kom í heiminn en yfir því hvíldi þó skuggi. „Kvíðinn var enn til staðar, ég var svo hrædd um að missa hann. Ég svaf ekki af ótta við að einhver myndi koma og taka hann af mér, að það yrði brotist inn og hann væri tekinn. Ég fór að upplifa þessar aðstæður mjög raunverulega og alltaf gekk hausinn minn lengra og lengra þar til allt í einu ég varð gerandinn og ég sá mig sjálfa skaða barnið mitt eða sjálfa mig. Ég hágrét og sagði engum,“ ritar Erna. „Ég þorði ekki að segja neinum því mér fannst eitthvað vera að mér. Ég lokaði mig af og vildi engan hitta og engan sjá, ég sökkti mér í vinnu, verkefni og bloggfærslur því allt skyldi jú fullkomið vera á yfirborðinu því það var þannig hjá öllum öðrum.“

„Ég varð stundum alveg ofboðslega pirruð og fannst ég vera svo föst, mér fannst ég ekkert getað gert, ekkert getað farið og heimsins minnstu vandamál voru á stærð við fullvaxta fíl og gjörsamlega óyfirstíganleg.“

Hún bætir við að henni hafi tekist að fela vanlíðanina fyrir öllum. „Ég grét og reifst og skammaðist við minn nánasta og gekk svo langt að ég ætlaði á tímabili bara að labba út. Mér leið svo illa og ég gat ekki útskýrt afhverju – ég vissi eiginlega ekki sjálf hvað var að gerast fyrir mig af því ég sá það ekki sjálf, fyrir mér var þetta raunveruleikinn. En ég man hvernig ég passaði alveg ofboðslega vel uppá að engan myndi gruna að neitt væri að. Ég held það hafi líka verið af því ég hélt að svona ætti þetta bara að vera og svona myndi þetta bara alltaf verða og enginn mátti fá að sjá sársaukann sem var innra með mér.“

Um leið og ég fann að ég var að detta í sama far og áður þá kallaði ég á hjálp og ég fékk hana

Hún segist þakklát fyrir að hafa lokum leitað sér faglegrar aðstoðar, og ekki síst eftir að hún var ófrísk á ný, af yngri syni sínum Tuma. „Um leið og ég fann að ég var að detta í sama far og áður þá kallaði ég á hjálp og ég fékk hana. Ég var opin fyrir hjálpinni því ég ætlaði svo sannarlega ekki að upplifa þennan sársauka aftur. Meðgangan var mjög erfið, þá helst líkamlega sem hafði auðvitað áhrif á andlegu hliðina en ég komst í gegnum hana einhvern vegin og ég held að með hjálp frá góðu fólki, ljósmæðrum, þerapista og fjölmörgum læknum að ógleymdum klettinum mínum, eiginmanninum þá hafi þetta farið á góða veginn.“

Hún segist njóta foreldrahlutverksins til hins ýtrasta í dag og hvetur hún aðra eindregið til þess að leita sér aðstoðar ef þeir þjást af vanlíðan, en ekki byrgja tilfinningarnar inni. „Elsku foreldrar, mæður og feður, viljið þið gera mér og ykkur þann greiða að leita ykkur aðstoðar ef þið finnið að það sé eitthvað sem er ekki rétt. Það er svo lítið mál að biðja um hjálp, það er minna mál en mig óraði nokkur tíman fyrir. Að verða foreldri er það besta sem hefur komið fyrir mig, að fá að upplifa þennan ómetanlega tíma sem fyrstu vikur í lífi barns eru án þess að vakna full af kvíða, sofa ekki útaf áhyggjum og að upplifa það að maður sé að tengjast þessum pínulitla einstaklingi órjúfanlegum böndum er magnað.“

Hér má lesa færslu Ernu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“