Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Dijon í Frakklandi ætti að skrifa undir samning við Arsenal í þessari viku. Félögin klára nú smáatriði sín á milli áður en Rúnar Alex skrifar undir. Þetta herma heimildir 433.is.
Eins og við sögðum frá í gær mun Rúnar Alex skrifa undir fimm ára samning við enska stórveldið. Rúnar er 25 ára gamall.
Ensk blöð telja að Rúnar Alex gæti þreytt frumraun sína með Arsenal strax í næstu viku þegar Arsenal mætir Leicester í enska deildarbikarnum. Algengt er að varamarkvörður og menn sem spila minna byrji leiki í deildarbikarnum.
Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.
Ljóst er að þetta verða ein af stærri félagaskiptum sem Íslendingur hefur fengið en Arsenal er að selja Emiliano Martinez til Arsenal og verður Rúnar Alex því annar kostur í mark Arsenal á eftir Bernd Leno. Ensk blöð segja að Arsenal muni borga Dijon um 250 milljónir íslenskra króna.