fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglan þurfti að beita táragasi og gúmmíkúlum til að yfirbuga mann – Á langan sakaferil að baki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 07:47

Liðsmaður sérsveitarinnar að störfum. Myndin tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni 15. júní réðst karlmaður á fertugsaldri á konu sem leigði honum húsnæði. Árásin átti sér stað á heimili konunnar en þangað kom maðurinn í annarlegu ástandi og vopnaður hnífi. Hann er sagður hafa hótað konunni lífláti og hafa ítrekað reynt að stinga hana. Konunni tókst að verjast árásinni en hlaut þó ellefu skurði og stungusár.

Fréttastofa Stöðvar 2 skýrði frá þessu um helgina og fjallar Fréttablaðið um málið í dag. Fram kemur að konunni hafi að lokum tekist að gera lögreglunni viðvart. Sérsveitarmenn þurftu að beita táragasi og gúmmíkúlum til að yfirbuga manninn. Konan var ekki í lífshættu eftir árásina og mun ná sér að fullu að sögn Fréttablaðsins.

Fram kemur að tveimur mánuðum áður hafi þessi sami maður svipt mann frelsi í nítján klukkustundir og veitt honum margvíslega áverka. Þeir þekktust lítillega. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að árásarmaðurinn hafi verið í annarlegu ástandi á meðan á ofbeldinu stóð. Hann er sagður hafa verið haldinn ranghugmyndum um að kunningi hans hefði leitt sig í gildur og valdið sér skaða.

Maðurinn er sagður hafa beitt margskonar ofbeldi á meðan á frelsissviptingunni stóð. Hann er sagður hafa handleggsbrotið manninn og brotið sex rifbein. Fórnarlambinu tókst að lokum að sannfæra manninn um hringja í bróður sinn með því að segja að hann væri á bandi gerandans. Það var þó ekki rétt en bróðirinn hringdi í lögregluna sem handtók gerandann.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi í kjölfarið verið vistaður á réttargeðdeild og átt að vera þar í mánuð. Honum var sleppt þaðan eftir þrjár vikur vegna góðrar hegðunar. Rúmum mánuði síðar réðst hann á leigusala sinn eins og fyrr sagði.

Maðurinn á langan sakarferil að baki og hefur hlotið marga dóma fyrir vörslu stera og eiturlyfja auk dóma fyrir líkamsárásir. Hann hafði afplánað þessa dóma og var ekki á sakaskrá þegar fyrrgreind ofbeldisverk áttu sér stað á þessu ári segir Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“