fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hlýjasta sumar sögunnar á norðurhveli jarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðið sumar var það hlýjasta á norðurhveli jarðar frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í gögnum bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar NOAA. Í júní, júlí og ágúst var hitinn 1,17 gráðum yfir meðalhita síðustu aldar.

The Guardian skýrir frá þessu. Einnig kemur fram að ágúst hafi verið sá næsthlýjasti frá upphafi mælinga en þær hafa staðið yfir í 141 ár. NOAA segir að tölurnar þýði að 2020 sé á góðri leið með að verða eitt af hlýjustu árunum frá upphafi mælinga.

Tímabilið frá janúar og út ágúst er það hlýjasta frá upphafi mælinga í Evrópu, Asíu og Karabískahafinu en það næsthlýjasta í Suður-Ameríku.

Sumarið var einstaklega hlýtt á vissum svæðum og má þar nefna að í norðanverðu Rússlandi var meðalhitinn tveimur gráðum yfir meðaltali. Sömu sögu er að segja frá suðvestur- og norðausturhluta Bandaríkjanna. Í norðurhluta Asíu var meðalhitinn í júní, júlí og ágúst þremur gráðum yfir meðaltali.

Á norðurheimskautasvæðinu var sömu sögu að segja. Á Svalbarða var hlýjasta sumar sögunnar frá upphafi mælinga og mældist til dæmis rúmlega 21 gráðu hiti þar dag einn í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann