fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Eru mjólkurvörur hollar eða óhollar?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 07:01

Ætli þessi mjólk hafi kostað tvær milljónir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa alist upp við mjólk og mjólkurvörur á borðum og auglýsingar og umræðu um hollustu mjólkurvara. Um mikilvægi hennar fyrir beinin. En getur verið að þetta sé ekki rétt?

Í nýlegri umfjöllun Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið kemur fram að ef horft er á tölfræðina vakni ákveðnar spurningar um hollustu mjólkurvara. Í Skandinavíu sé mjólkurneyslan sú allra mesta í heiminum en um leið séu það þessar þjóðir sem upplifa flest beinbrot og beinþynningu.

Liisa Byberg, lektor í faraldsfræði við Uppsala háskóla í Svíþjóð, sagði í samtali við DR að það sé ekki svo auðvelt að svara því hvort mjólk sé holl eða óholl. Hún hefur nýlega birt fræðigrein þar sem reynt er að skoða tengsl mjólkurvara og beinanna út frá fleiri sjónarhornum.

„Það er of einfalt að spyrja hvort mjólkurvörur séu hollar eða óhollar fyrir beinin. Mismunandi mjólkurvörur og magn geta haft mismunandi áhrif,“

hefur DR eftir henni.

Hún rannsakaði sænska tölfræði fyrir heilbrigði og mjólkurneyslu árið 2014 og komst að því að svarið um hollustu mjólkur og áhrif hennar á bein okkar er flókið. Til dæmis kom í ljós að mikil neysla á kúamjólk tengist auknum líkum á mjaðmagrindarbrotum. Á móti sýndi rannsóknin að neysla á sýrðum mjólkurvörum á borð við jógúrt dró úr líkunum á mjaðmagrindarbrotum. Það eru því mismunandi áhrif á milli ólíkra mjólkurvara.

Hún sagði að það sé óvenjulegt að skipta mjólkurvörum upp og skoða áhrif hverrar tegundar fyrir sig en það geti skýrt hversu erfitt er að útskýra af hverju er svo erfitt að svara já eða nei þegar spurt er um hollustu mjólkurvara.

Hún benti einnig á að þegar tölfræði sýni til dæmis að Svíar drekki mest allra af mjólk en beinbrotni einnig oftast þá fáist engin niðurstaða úr því. Ástæðan sé að þeir sem drekka minna af mjólk hafi hugsanlega neytt annarra mjólkurvara í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist