fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þjóðverjar óttast að Rússar reyni aftur að myrða Navalnij – Efla öryggisgæslu hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 08:00

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk yfirvöld hafa aukið verulega við öryggisgæslu við Charité-sjúkrahúsið í miðborg Berlín en þar liggur Alexei Navalny, einn helsti andstæðingur Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Hann er að jafna sig eftir að eitrað var fyrir honum þann 20. ágúst þegar hann var á ferð um Rússland. Þýsk stjórnvöld segja að ný og enn hættulegri tegund af novichok eitrinu hafi verið notuð á Navalny. Eldri útgáfa af eitrinu var notuð þegar eitrað var fyrir Skripal-feðginunum í mars 2018 en þar voru Rússar að verki. Rússnesk stjórnvöld hafa þó alla tíð þvertekið fyrir að hafa komið nálægt málinu sem og máli Navalny en óhætt er að segja að á Vesturlöndum leggja ekki margir trúnað á orð Rússa.

Der Spiegel segir að öryggisgæslan í kringum Navalny hafi verið aukin til muna. Fram kemur að reikna megi með að Navalny muni geta rifjað upp hvað gerðist daginn örlagaríka en sú frásögn getur verið hættuleg fyrir þá sem stóðu að baki morðtilrauninni.

Samkvæmt frétt Die Zeit þá hafa sérfræðingar þýska hersins komist að þeirri niðurstöðu að sú útgáfa novichodk, sem Navalny var byrluð, sé ný og öðruvísi en sú sem Skripal-feðginunum var byrluð 2018. Ný útgáfan er sögð vera hægvirkari en eldri útgáfur en hins vegar kvalafyllri og banvænni.

Þýskir læknar telja að Navalny hefði látist um borð í flugvélinni, sem hann var í þegar hann veiktist, ef flugstjórinn hefði ekki brugðist svo snarlega við og lent á næsta flugvelli og ef læknarnir á sjúkrahúsinu í Omsk í Síberíu hefðu ekki samstundis gefið honum mótefnið atropin.

Þýskir sérfræðingar eru sannfærðir um að morðtilræði á borð við þetta þar sem svo banvænt og flókið eitur er notað geti aðeins hafa verið framkvæmt af rússneskri leyniþjónustu, líklegast leyniþjónstu hersins. Talið er að útsendari leyniþjónustunnar hafi sett eitrið í te Navalny eða smurt því á tebollann hans á meðan hann beið á flugvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn