fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
433Sport

Fermetrar hafa áhrif á fjölda þeirra sem geta mætt á leiki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. september 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍSÍ hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum, þ.e. vegna áhorfendasvæða, fjölda í þeim og hvað hafa þarf í huga varðandi áhorfendarými. Fram kemur að leiðbeiningarnar geti „vonandi nýst þeim sem eru að taka á móti áhorfendum á íþróttaviðburði sem stuðningur og leiðbeining.“

Ekki er um neina breytingu að ræða á reglum sem snúa að áhorfendum og þegar hafa tekið gildi.

ÍSÍ: Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum
Reglugerð Heilbrigðisráðherra frá 7. september 2020 kveður á um 200 manna fjöldatakmörkun í hverju rými og að í allri starfsemi skuli tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Til að hægt sé að fylgja þessum skilyrðum reglugerðarinnar varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum verður að tryggja að hver áhorfandi hafi 2 fermetra í áhorfendarými. Til að ná hámarksfjöldanum 200 í hvert hólf þarf áhorfendarýmið því að vera 400 fermetrar að stærð. Einnig gilda ákvæði um sér inn- og útgang, sér salernisaðstöðu, sér þjónustusvæði og að rýmið sé aðskilið frá öðrum svæðum með girðingu eða öðrum aðskilnaði sem er a.m.k. 2 metrar. Sé áhorfendarými minna en 400 fermetrar skerðist hámarksfjöldi áhorfenda sem hægt er að hleypa inn í rýmið. Hver áhorfandi þarf 2 fermetra.

Tafla til viðmiðunar (börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í þessum fjöldatölum enda taka ákvæði reglugerðarinnar ekki til þeirra). Þó þurfa fullorðnir að passa að vera 1 metra frá ótengdum börnum.

Stærð áhorfendarýmis í fermetrum – Hámarksfjöldi áhorfenda
50 25
100 50
150 75
200 100
250 125
300 150
350 175
400 200

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Moyes kallaður til sem vitni þegar lífstíðardómur er yfirvofandi

Moyes kallaður til sem vitni þegar lífstíðardómur er yfirvofandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kane setur þennan glæsilega bíl á sölu fyrir 12 milljónir – Þú getur keypt hann

Kane setur þennan glæsilega bíl á sölu fyrir 12 milljónir – Þú getur keypt hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Marciano Aziz í Gróttu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leggur til að Gylfi komi inn í byrjunarlið landsliðsins og leysi þetta vandamál

Leggur til að Gylfi komi inn í byrjunarlið landsliðsins og leysi þetta vandamál
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framhjáhaldið sem komst upp um reyndist vera hefnd – Ástæðan er hreint ótrúleg

Framhjáhaldið sem komst upp um reyndist vera hefnd – Ástæðan er hreint ótrúleg
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kári Árna: „Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu?“

Kári Árna: „Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hafði Arnar að segja eftir sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari

Þetta hafði Arnar að segja eftir sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari
433Sport
Í gær

Þungt hljóðið í Íslendingum eftir kvöldið – „Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? “

Þungt hljóðið í Íslendingum eftir kvöldið – „Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? “